16.09.2010 06:34

Kominn suður645. Eftir langan og mikinn blíðviðriskafla var loksins kominn að því að haustið minnti á sig, því það var auðvitað alveg til í dæminu að einhverjir héldu að það væri ennþá hásumar eins og veðurfarið hefur verið undanfarið. Ég ákvað að skreppa suður á bóginn í nokkra daga, því þar spáði nefnilega batnandi veðri. Þegar ég renndi fram hjá Sauðanesi sá ég að líklega myndi ekki mælast mesti hiti á landinu á þessum ágæta stað þennan daginn eins og svo oft hefur gerst.Á leiðinni á suðvesturhornið gerði ég mislukkaða tilraun til að fanga dans norðurljósanna sem þau stigu svo glatt yfir byggðum Borgarfjarðar. Líklega var bæði um að kenna óþolinmæði ljósmyndarans við að finna þá stillingu á myndavélinni sem hefði dugað, en líklega ekki síður umferðinni sem var talsverð og hafði verulega truflandi áhrif á myndatökumanninn.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 372308
Samtals gestir: 41091
Tölur uppfærðar: 22.6.2024 00:36:55
clockhere

Tenglar

Eldra efni