09.11.2010 11:44

Andri Freyr og þágufallssýkin


Andri Freyr - ljósmynd af heimasíðu Besta flokksins.

 

669. Þau Andri Freyr Viðarsson og Guðrún Dís Emilsdóttir hafa umsjón með þættinum "Virkir morgnar" á RUV. Það verður að segjast að þau eru bæði bráðhress og þrælskemmtileg. Þau fara ekki alltaf alveg ótroðnar slóðir og eru síður en svo föst í einhverju gömlu fari sem aðrir hafa dýpkvað í gegn um áranna rás.

En Andri er haldinn svokallaðri þágufallssýki og veit reyndar vel af því sjálfur. þriðjudaginn 2. nóv. kom svo umrædd sýki til tals hjá útvarpsparinu og Andri

 

Andri sagði frá því að áður en þátturinn byrjaði hafi hann fengi sms sem í stóð: "Þú átt að segja spáðu í það en ekki spáðu í því. Reyndu að troða því inn í heimska hausinn á þér." Viðbrögð Andra voru að lýsa því yfir að hann hefði hér með ákveðið að segja aldrei neitt annað en spáðu í því, það væri bara hans stíll og hann ætlaði að halda sig við það hvað sem hver segði. Hann sagðist ætla að taka eins konar "Laxnes" á þetta og ef hann (Laxnes) hefði mátt skrifa eins og vitleysingur, hlyti hann að meiga segja spáðu í því. "Þarf maður nóbelinn til að geta staðið í þessu" bætti hann svo við.


Ásgrímur - ljósmynd af visir.is

 

Ásgrímur Angantýsson málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins lætur væntanlega vera að kalla Freysa inn á teppið út af svona smálegum málum enda talinn vera mjög umburðarlyndur maður fremur en bókstafstrúar þegar málfar er annars vegar.

Að hans mati virðist málumvöndunarstefna bera vott um staðnaðan hugsunarhátt og vinna gegn lifandi þróun íslenskunnar.

 

Sú skoðun hans er auðvitað góð aðferð til að geta haft það náðugt í vinnunni.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 445
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 2014
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 485123
Samtals gestir: 53494
Tölur uppfærðar: 10.12.2024 14:53:00
clockhere

Tenglar

Eldra efni