17.11.2010 00:56

Á sjó...



674. Í Þjóðviljanum sunnudaginn 7. júlí árið 1985
rakst ég á skemmtilega upptalningu mannanafna og viðhengja sem við þau hafa fest. Sá sem hefur safnað þeim saman heitir Bjarki Bjarnason og hann nefnir grein sína "Dagbók af sjó".

Eftir að hafa rennt lauslega yfir hana sá ég að þarna væri nokkuð sem full ástæða væri að kópí/peista, því í nafnaflórunni er m.a. að finna þekkt nöfn nokkurra Siglfirðinga. Greinin fer hér á eftir.

 

"Ekki hef ég fundið viðhlítandi skýringu á því hvers vegna fornmenn höfðu svo mikið dálæti á því að gefa hver öðrum viðurnefni af ýmsum toga. En ef marka má íslendingasögurnar fékk annar hver maður viðurnefni og eru þau af allskonar rótum runnin. Sum voru lýsingar á útliti manna t.s. Ásmundur hærulangur, Þórólfur bægifótur og Skalla-Grímur. Önnur viðurnefni áttu rætur sínar að rekja til einhverra staða sem sögupersónan var viðriðin t.a.m. Þorleifur kimbi og Grfmur háleygski. Sum eru stutt og laggóð eins og Haraldur lúfa, Leifur heppni og Þorkell heimski og hver man ekki eftir Jórunni mannvitsbrekku, Ragnari klofbrók og Grýlu skítafýlu. íslenskir sjómenn og þeir kræsar sem þeir umgangast virðast mér hafa tekið upp þann kostulega sið fornmanna að gefa hver öðrum auknefni. Het ég gert mér til gamans að taka saman viðurnefni íslenskra sjómanna og annarra. Þeir sem þykjast þekkja sjálfan sig eða aðra á þessum lista geta verið vissir í sinni trú, það eru örugglega þeir sjálfir eða aðrir.

 

Einar klobbi, Bjarni snæðingur, Stjáni stóns, Geiri biskup, Siggi Sjaplín, Diddi prestur, Gvendur þrettándi, Jón kýrtussa, Árni dingaling, Valdi vettlingur, Helgi fleygur, Kobbi leiðinlegi, Jobbi skítugi, Kobbi klaki, Árni Múli, Siggi sunnanvindur, Ingi love, Valur Patró, Valdi Akranes, Ingi dubonnet, Lindi riffill, Gvendur terta, Magnús vítamin, Óli gormur, Alli svarti, Björn bóndi, Einsi stingur, Einsi klink, Stjáni rolla, Stjáni bolti, Lási kokkur, Jón káboj, Lalli söngur, Stebbi bola, Sigurður stríðskyndari, Stjáni slinkur, Nonni píka, Siggi sjarmör, Kalli sputnik, Kalli Hofsós, Atli belja, Gvendur hlustarverkur, Eyvi sauðaþjófur, Pétur kippur, Maggi dropi, Gæi prent, Siggi dósent, Diddi slólí, Skúli dauðaleggur, Kjarri kassi, Árni dedmann, Árni bobbingur, Sæmi sleggja, Raggi moli, Gilli kroppur, Simbi sultur, Raggi fiskur, Gvendur skító, Maggi kjaftur, Maggi gullkjaftur, Binni banamaður, Bjarni bakkus, Geiri bankaræningi, Bjarni sænski, Gulli greifi, Óli skuggi, Jói keisari, Siggi sífulli, Sissi frummaður, Sævar rotta, Einar svarti, Valdi sprengikjaftur, Steini beinlausi, Jón píkus, Gvendur lamaði, Addi púta, Valli graði, Goggi halti, Óli rugguhestur, Hannes beggólín, Beggi skans, Óli lati, Eddi póló, Ævar svarti, Bjarni títa, Hemmi froskur, Jóhann páfi, Jói andskoti, Halli staur, Hafsteinn afleggjari, Gústi keila, Siggi Zetor, Bjarni böðull, Baldur putti, Maggi mó, Jón kadett, Geiri frændi, Óli bíladella, Alli vargakjaftur og Skúli holgóma."

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 481
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 2014
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 485159
Samtals gestir: 53495
Tölur uppfærðar: 10.12.2024 16:27:05
clockhere

Tenglar

Eldra efni