21.11.2010 15:40

Spjallað við burtflutta675. Sennilega eru flestir
þeirra sem rekast hingað inn einnig tíðir gestir á siglo.is og hafa annað hvort gluggað í eða þá vita af pistlum okkar Birgis Ingimarssonar, þar sem við spjöllum við burtflutta Siglfirðinga. En þeim sem ekki falla að einhverjum ástæðum inn í þann hóp, langar mig að benda á að ofarlega hægra megin á þeirri ágætu síðu er gluggi sem hægt er að smella á og birtast þá þau viðtöl sem þegar hafa verið tekin.

 

Um þetta áhugamál okkar félaganna er það annars að segja, að það er búið að vera hreint ótrúlega skemmtilegt að vinna að þeim og hver einasti viðmælandi hefur hingað til komið okkur rækilega á óvart á einhvern hátt. Það liggur nú nokkurn vegin fyrir hvað frá okkur mun fara fram að áramótum, en eftir að árinu sleppir tekur við nokkuð langur nafnalisti sem jafnframt er eins konar óskalisti. Það sem hefur þó komið okkur mest á óvart er hvað konur eru miklum mun tregari til að ræða við okkur kumpána en karlar. Af fimm konum sem við höfum óskað eftir að fá að heimsækja hafa aðeins tvær svarað málaleitan okkar játandi ser eru vitanlega mikil vonbrigði, en af fimm körlum voru hins vegar allir til í tuskið og það án mikillar umhugsunar. Það bendir því ýmislegt til þess að einhver slagsíða geti orðið á þeim jafréttispælingum sem við lögðum upp með í byrjun.

Neðst hægra megin á vefnum siglo.is er að finna dálk sem merktur er "Mest lesið" og hafa allir viðmælendur okkar staldrað þar við í toppsætunum í einhvern tíma. Þegar þetta er ritað trónir Siggi Konn á toppnum en þeir Magnús og Jónmundur eru alveg nýlega signir rétt niður fyrir sjónarröndina. Við aðstandendur erum því nokkuð góðir með okkur þessa dagana og kunnum jafnvel ekkert sérlega vel að fela það. Hmmm...

En allar ábendingar um ákjósanlega viðmælendur eru auðvitað mjög vel þegnar...

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 81
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 372379
Samtals gestir: 41097
Tölur uppfærðar: 22.6.2024 02:32:07
clockhere

Tenglar

Eldra efni