22.11.2010 22:43

Vinur minn Lilli Au


Lilli með kökurnar úr afmælinu.

 

676. Það er fyrir langa, langa löngu síðan kominn tími til að tileinka honum Lilla Au einum alveg heila færslu sem er bara um hann og auðvitað látum við líka mynd fylgja. Hann Lilli Au kommentaði á síðustu færslu og mér sýnist hann vera orðinn pínulítið óþolinmóður, en ég skil hann vel. Það eru víst komnir þó nokkuð margir dagar síðan við fórum að tala um þetta, en hann Lilli er nágranni minn og við hittumst oft og spjöllum mikið saman. Ég var búinn að lofa honum því að segja frá því þegar hann fékk afmæliskökuna senda úr afmælinu sem hann fór ekki í af því hann er svolítið feiminn. Samt var búið að bjóða honum og hann var meira að segja búinn að útbúa pakka með korti og bandi og slaufu og allt. Það er ábyggilega allt í lagi núna að segja hvað var í pakkanum af því að hann er löngu kominn til afmælisbarnsins. Hann fór nebblega þangað um leið og kökudisknum var skilað þegar Lilli var búinn að klára af honum. Lilli hefur alltaf verið duglegur að borða og hann var mjög fljótur að klára allar kökurnar. Hann meira að segja sleikti diskinn á eftir svo hann var alveg tandurhreinn og það hefði ekkert endilega þurft að vaska hann upp. En í pakkanum var svakalega flott litabók þar sem Lilli var búinn að lita allar myndirnar sjálfur alveg rosa flott og kortið var með mynd af honum sjálfum svo það væri hægt að sjá hver gaf pakkann.

Gott hjá þér Lilli minn, þú ert rosa klár strákur.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 372333
Samtals gestir: 41094
Tölur uppfærðar: 22.6.2024 01:23:10
clockhere

Tenglar

Eldra efni