08.12.2010 22:40
Í dag er áttundi dagur desembermánaðar
Ljósmynd af vef Reykjavíkurborgar
680. Í dag er dánardægur John heitins Lennon sem þýðir að hin upplýsandi friðarsúla í Viðey mun taka sér venjubundið lýsingarhlé fram í nóvember 2011. Það var svolítið kaldranalegt að í síðasta viðtalinu sem tekið var við Lennon gagnrýndi hann m.a. aðdáendur poppstjarna sem vildu helst hafa goðin sín dauð eins og Sid Vicious og Jim Morrison. Þess konar poppgoð sagðist hann ekki hafa nokkurn áhuga á að verða.
Ljósmund Fréttablaðið/bg
En í dag er líka fæðingardagur Rabba trommara sem hefði orðið 56 ára hefði hann lifað. Ég man vel eftir Rabba að vestan frá þeim túima að ég bjó þar og stundaði böllin grimmt bæði úti í Hnífsdal og Alþýðuhúsinu á Ísafirði. Ég kynntist honum einnig lítillega eftir að hann hóf rekstur Hljóðhamars við Leifsgötuna. Á tonlist.is er heilmikill fróðleikur um tónlistarferil Rabba sem oftast er kenndur við Ísafjörð þó að sú sé ekki raunin, en þar segir...
"Rafn Jónsson eða Rabbi eins og hann er oftast kallaður fæddist 8. desember 1954 á Suðureyri við Súgandafjörð. En tónlistargáfuna segir Rabbi komna úr föðurættinni. Á sjöunda ári flutti hann með móðir sinni til Ísafjarðar, þar sem hann bjó allt til ársins 1979. Tónlistarsaga Rabba hófst árið 1967 þegar hann í félagi við bekkjabræður sína
stofnaði hljómsveitina Perluna, með honum þar voru Ásgeir Ásgeirsson, bassi og orgel, Guðmundur Baldursson, gítar og Þráinn Sigurðsson, orgel. Rerlan hélt til í tvö ár en án þess að sveitin sendi frá sér efni.
Ári síðar eða 1970 stofnuðu Rabbi ásamt Reyni Guðmundssyni söngvara þungarokkssveitina Náð sem starfaði til árssins 1973. Náð lét nokkuð á dansleikjum í nágrenni heimabygðar sinnar, en til eru nokkur demó með sveitinni en frumsamið efni var alltaf á dagsskrá sveitrarinnar. Auk annara voru í sveitinni Sigurður Rósi Sigursson, gítar og Örn Ingólfsson, bassi seinna bættust þau Svanfríður Arnórsdóttir söngkona og Ásgeir Ásgeirsson í hópinn. Árið 1972 yfirgáfu þeir Rabbi, Reynir og Örn sveitina en í þeirra stað komu Örn Jónsson, bassi og Haraldur Sigurðsson, trommur og hélt sá mannskapur sveitinni úti, allt þar til hún hætti árið1973.
Í árslok sama ár voru þeir félagar Rabbi og Reynir komir aftur af stað með nýja hljómsveit ÝR, sem starfaði til ársins 1977. Upphaflegir meðlimir hennar voru Rabbi, trommur, Reynir Guðmundsson, gítar og söngur, Hálfdán Hauksson, bassi og söngur og Guðmundur, gítar. 1974 yfirgaf Guðmundur bandið en Sigurður Rósi Sigursson, gítar tók sæti hans. Sá hópur stóð að upptökum á fyrstu og einu hljómplötu sveitarinnar, ÝR var það heillin, í september 1975 en upptökur fóru fram í Soundteck studios
Í byrjun ársins 1976 yfirgaf Haldán sveitina og Örn Jónsson, bassaleikari tók stöðu hans. þannig stafaði sveitin til fram í júlí mánuð sama ár en þá fluttist Rabbi til Reykjavíkur í nokkura mánuði til þess að vinna hljómplötu með hljómsveitinni Haukum. sem fékk nafnið Fyrst á rönguni..., er innihélt m.a lagið Fiskinn hennar Stínu. Haukar voru skipaðir þeim Gunnlaugi Melsted bassi og söngur, Magnúsi Kjartanssyni hljómborð og Rúnari Þórissyni gítar ásamt Rabba. þannig voru Haukarnir skipaðir þangað til í desember 1976 en þá flutti Rabbi aftur á Ísafjörð og endurreisti Ýr. Ýr var komin á fullt skrið aftur í byrjun ársins 1977 með þeim Rabba á trommur, Reynir Guðmundsson söng, Örn Jónsson bassi, Rúnar Þórisson gítar og Vilberg Viggósson hljómmborð.
Seinnipart ársins 1977 stofnuðu nokkrir meðlimir Ýr nýja hljómsveit, Danshljómsveit Vestfjarða sem var skipuð þeim Rabba á trommur, Reynir Guðmundsson söng,Örn Jónsson bassi, Sven Arve Hovland gítar og trompet, Sigurður Rósi Sigurðsson gítar og Jóhannes Johnsen hljómborð. Þessi mannskapur skipaði bandið fram í maí 1978 en þá yfirgáfu þeir Sigurður Rósi , Reynir Guðmundsson, Sven Arve og Jóhannes sveitina en stöður þeirra tóku Vilberg Viggósson hljómborð, Rúnar Þórisson gítar, Hörður Ingólfsson hljómborð og bongó og Ásdís Guðmundsdóttir söngur. Í September urðu þær breytingar að Reynir og Sven Arve komu aftur í stað ?eirra Ásdísar og Harðar en þannig starfaði DV fram á mitt ár 1979 er hún lagði upp laupana.
Í ágúst 1979 flutti Rabbi til
Grafík varð til þegar Rabbi, Örn Jónsson bassaleikari og Rúnar Þórisson gítarleikari voru að
þetta var um áramótin 1980-1981 og síðan um vorið 1981 var tekið til við að klára upptökurnar og bættust þá í hópinn Vilberg Viggósson hljómborð og Ólafur Guðmundsson söngvari í hópinn. Platan hlaut nafnið Út í kuldan og kom út í september og hlaut góða dóma innanlands sem og erlendis en plötunni var dreift bæði í Ameríku og Evrópu. Vinnsla við plötu númer tvö hófst ári seinna en hún kom ekki út fyrr en í apríl 1983 og hlaut nafnið Sýn, þótti platan þung og tormelt. þær breytingar höfðu orðið á sveitinni að Ólafur var hættur og Ramó eða Ómar Óskarsson kom í hans stað.
Í júní 1983 kom Helgi Björnsson í stað Ómars og um svipað leiti flutti hljómsveitin aðsetur sitt frá Ísafirði til Reykjavíkur. Í setember 1984 hélt Grafík í stúdíó Hljóðrita á Hafnarfirði til þess að taka upp sína þriðju plötu Get ég tekið sjéns og er skemmst frá því að segja að platan sló algjörlega í gegn með lögunum 1000 sinnum, Mér finnst rigningin góð og Sextán. Þegar hér var komið við sögu hafði Hjörtur Howser leyst Vilberg Viggósson af hólmi. Örn Jónsson bassaleikari og einn af stofnendum Grafík yfirgaf hljómsveitina í byrjun ársins og kom Jakob Smári Magnússon bassaleikari úr Tappa tíkarrass í hans stað.
Árið 1985 var það viðburðarríkasta í sögu hljómsveitarinnar enda spilaði hún á tvennum stórtónleikum í Laugardalshöllinni og var fulltrúi Íslands á Norrock tónleikum í Aarhús og Kaupmannahöfn auk þess að fara 15 daga hljómleikaferð um Ísland. Fjórða plata Grafík Stansað, dansað og öskrað kom út í desember 1985 og vakti mikla athygli og vann myndband við lagið Tangó til verðlauna sem besta myndbandið á Norðurlöndum í samkeppni sem haldin var í Svíþjóð. Árið 1986 tóku meðlimir Grafík sér nokkura mánaða frí en um haustið kom sveitin saman aftur og urðu þær mannabreytingar að Helgi Björnsson og Jakob Smári yfirgáfu sveitina en í þeirra stað komu þau Andrea Gylfadóttir söngkona og Baldvin Sigurðarson bassaleikari áður í Baraflokknum. þannig skipuð fór Grafík í stúdíó til ?ess að taka upp fimmtu plötuna Leyndarmál í október 1986 en vinnslu lauk ekki fyrr en í ágúst 1987. Leyndarmál hlaut feikna góðar viðtökur og þá sérstaklega lögin Presley og Prinsessan. Grafík kom síðast fram með þessari skipan um áramótin 1987-88 á áramótadansleik á Hótel Íslandi.
Árið 1986 stofnaði Rabbi ásamt fleirum hljómsveittina Bítlavinafélagið, sem starfaði óbreytt með hléum allt til ársins 1989. Bítlavinafélagið skipuðu þeir Jón Ólafsson hljómborð, Haraldur Þorsteinsson bassa, Eyjólfur Kristjánsson gítar og söngur, Stefán Hjörleifsson gítar ásamt Rabba á trommur. Bítlavinafélagið rak eigið hljóðver Glaðheima og sendi frá sér fjórar hlljómplötur Til sölu 1986 , Býr til stemmningu 1987, 12 íslensk bítlalög 1988 og Konan sem stelur mogganum1989. Í einu af hléum Bítlavinafélagsins stofnuðu þeir bítlavinir Rabbi, Jón Ólafsson og Haraldur Þorsteinsson ásamt Stefáni Hilmarssyni söngur og Guðmundi Jónssyni gítarlkeikara Sálina hans Jóns míns en þannig gaf hún út eina hljómplötu Syngjandi sveittir 1988.
Seinni hluta ársins 1989 stofnaði Rabbi hljómsveitina Galíleó sem hann starfaði með allt til ársins 1993 er hann lagði kjuðana á hilluna.
Rabbi hefur komið mikið við sögu í íslensku tónlistarlífi s.l. 25 ár. Hann byrjaði að spila á trommur árið 1968 og spilaði á þær allt til ársins 1993 þegar hann lagði kjuðana á hilluna vegna veikinda. Meðal hljómsveita sem Rabbi hefur leikið með eru Náð,Ýr, Grafík, Bítlavinafélgið, Sálin hans Jóns míns o.f.l. Frá árinu 1987-89 var Rabbi dagsskrárgerðarmaður á Rás 2 og sá um þátt sem fjallaði eingöngu um íslenska tónlist.
Einnig gaf hann út tvær sóló plötur Andartak árið 1991 og Ef ég hefði vængi árið 1993. Rabbi og Rúnar (Þórisson) gáfu út plötuna í álögum árið 2000.Platan er byggð á kvæðum eftir Kristján Hreinsson og sem unnin upp úr íslenskum þjóðsögum en söngvarar á henni eru gamlir félagar þeirra úr Grafík þau Andrea Gylfa og Helgi Björnsson. Rabbi og Rúnar gerðu árið 1998 einnig plötu um íslensku jólasveinana við ljóð Kristjáns Hreinssonar sem heitir Jólasveinarnir okkar.
Árið 1993 snéri Rabbi sér eingöngu að stúdíórekstri og upptökustjórn. Hann rak ásamt Guðmundi Guðjónssyni stúdíóið Hljóðhamar og plötuútgáfuna Rym til ársins 1998. Ferill Rabba sem upptökustjóra hefur verið glæsilegur og hafa plötur sem hann hefur stjórnað upptökum á hlotið viðurkenningar á Íslenskutónlistarverðlaunum. m.a Fólk er fífl með Botnleðju og Magnyl einnig með Botnleðju og plata Önnu Halldórs Villtir morgnar. Meðal annara sem hann hefur stjórnað upptökum hjá eru Grafik, Nýdönsk, Bítlavinafélagið, Sálin hans Jóns míns, Sixties, Woofer, Stolíu, Ragnari Sólberg, Sign, Noise. Einnig má nefna plöturnar Íslandsklukkur og Legg og skel sem hann vann í samvinnu við Magnús Þór Sigmundsson.
Rafn Jónsson / Bárður Örn Bárðarson"
Svo mörg voru þau orð en á vefnum Wikipedia er fjallað um hljómsveitina Ýr og þar má lesa eftirfarandi...
"Ýr var íslensk hljómsveit frá Ísafirði sem starfaði á árunum frá 1974 til 1979. Hún gaf út eina breiðskífu sem hét einfaldlega Ýr, árið 1975 hjá ÁÁ Records en var fyrst og fremst danshljómsveit. Hún átti smellinn "Kanínan" sem Sálin hans Jóns míns tók á 9. áratug 20. aldar. Síðar stofnaði lykilmaður hljómsveitarinnar, Rafn Jónsson, hljómsveitina Grafík.
Meðlimir hljómsveitarinnar voru: Rafn Jónsson trommur, Reynir Guðmundsson söngur, Hálfdán Hauksson bassi og Sigurður Rósi Sigurðsson sólógítar. Rafn starfaði með mörgum hljómsveitum hérlendis, tók upp tónlist og var útgefandi með meiru. Rafn er látinn. Reynir hefur starfað við tónlist sem hliðargrein alla tíð og er nú söngvari hljómsveitarinnar Saga Class. Hálfdán er búsettur í Noregi og Sigurður Rósi er bóndi á Nýja Sjálandi. Hann hefur einnig haldið úti hljómsveit þar í landi."
Þegar ég bjó á Ísafirði og vann í Norðurtanganum, voru böllin stunduð grimmt bæði út í Hnífsdal og í Alþýðuhúsinu á Ísafirði. Snemma árs 1974 var hljomsveitin Náð ennþá starfandi og Ýr var um það bil að stíga á pall hið fyrsta sinni. Það var talsverð spenna í loftinu og þónokkrar væntingar gerðar til hinnar nýju hljómsveitar. Þar kom að auglýstur var dansleikur í félagsheimilinu Hnífsdal þar sem Ýr mundi stíga á svið í fyrsta skipti og ég var auðvitað einn af þeim fyrstu sem mættu. Lengi vel stóð ég og hlustaði af alefli á þetta nýja band sem svo mikið var búið að tala um og það var ekki laust við að vonbrigðin væru mikil.
Hljómsveitin var bara alls ekki góð og mér fannst t.d. Náðin á þessum tíma vera miklu betri og þéttari svo ég tali nú ekki um B.G.
Prógrammið var greinilega ekki langt, mörg lögin voru spiluð aftur og aftur og mér fannst "Hooked on a feeling" með Sænsku sveitinni "Blue Swede" vera t.d. spilað a.m.k. 10 sinnum um kvöldið. En það var nú líka vinsælasta lagið á landinu eða jafnvel í öllum heiminum, hvað vissi ég svo sem?
En þetta var nú bara fyrsta ballið og líklega hefur það átt við í þessu tilfelli að fall sé faraheill. Hálfum mánuði síðar var Ýr aftur í Hnífsdal og ég fór þangað, en með hálfum huga þó. En nú brá svo við að engu var líkara en að þarna væri komið allt annað band en síðast. Ég fylltist mikilli hrifningu á þessum frábæru snillingum og hellti mér út í kraumandi stuðið og algleymið og týndi svo sjálfum mér að lokum eins og stundum gerðist á þessum árum. Daginn eftir vaknaði ég svo heldur slæptur og með hvimleiða lágþokubletti í kollinum þar sem hugsunin fer yfirleitt fram. En ég mundi samt að það hafði verið alveg ROSALEGA gaman í gærkvöldi.
Ljósmynd Spessi
Rafn Ragnar Jónsson tónlistarmaður lést á heimili sínu í Reykjavík þ. 27. júní 2004 og var þá á fimmtugasta aldursári.
Það var sá illvígi hreyfitaugahrörnunarsjúkdómur, MND sem varð að lokum hans banamein, en Rabbi hafði glímt við hann um nokkurra ára skeið.