09.02.2011 19:45

Siglfirskir Skíðakappar

694. Ég hef undanfarið verið að gramsa í gömlum fréttum af Siglfirskum skíðamönnum sem gerðu garðinn frægan á velmektarárunum þegar Siglufjörður var sannkallað stórveldi á því sviði og bar ægishjálm yfir önnur byggðalög. Flestir þeir bestu voru frá þessum litla kaupstað norður við íshaf og þeir gerðu margir hverjir alveg ótrúlega hluti. Hér er svolítið sýnishorn...


Bjarni Þorgeirsson sagði frá því í viðtali nýlega þegar hann og Gunnar Þórðarson, heitinn, voru ræsar upp í Skarði á einu mótinu. Það var svakalega gott veður. Jóhann Vilbergsson fór fyrstur af stað í brautina og keyrði svo rosalega vel og fallega að það gleymdist að taka tímann á næsta keppanda á eftir honum sem var Svanberg Þórðarson. Svanberg fór af stað þegar Jonni var komin hálfa leið niður brautina eins og venja var, nema hvað tímaverðirnir gleyma að setja klukkuna af stað fyrir Svanberg. Jonni var aðalstjarnan í augum Siglfirðinga og þarna gleymdu menn sér við að horfa á hann renna fallega niður brautina. Steingrímur Kristinsson labbaði með Svanbergi upp aftur og hélt á skíðunum fyrir hann, það tók 1-2 tíma að labba alla leiðina upp aftur og á meðan gekk sólin undir. Það varð kalt og frysti um leið og sólin fór, yfirborðið harðnaði og rennslið jókst. Þannig fékk Svanberg mikið betra rennsli fyrir vikið og var bara einhverjum sekúndubrotum á eftir Jonna, sem hann náði ekki í fyrri ferðinni. Keppendur fóru bara eina ferð og það var mikið lagt upp úr því að hafa brautina bara nógu langa, helst 2 og hálfan kílómeter á lengd. Jóhann Vilbergsson vann flest Skarðsmótin. Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi íþróttafréttaritari, sá fyrst til Jonna á Akureyri 1957. ,,Þá var Jonni alveg í rassgati í fyrri ferð í svigi, svo keyrði hann alveg eins og berserkur seinni ferðina og vann og það var farið að athuga með þennan mann þarna, þennan Jóhann, þennan Siglufjarðarskelfir," sagði Sigurður. Nafni Sigurðar, sem eitt sinn var læknir á  Siglufirði, sagði líka einu sinni að strákarnir væru allir aumingjar við hliðina á Jonna.


Í viðtali við Jonna sem mun væntanlega birtast á siglo.is einhvern næstu daga, er þessi saga rifjuð upp. Jonni sagðist vel muna eftir þessu og Svanberg hefði sýnt af sér ótrúlega seiglu og keppnisvilja. Eiginlega fyndist sér að hann hefði átt skilið að vinna keppnina fyrir eljusemina.




Eftirfarandi grein birtist í Mbl. Senemma árs 1960

Skarphéðinn Guðmundsson er eini keppandi Íslands í skíðastökki á Olympiuleikunum í Squaw  Valley. Hann er elztur Olympíufaranna, fæddur í Siglufirði 1930 og verður því þrítugur innan fárra mánaða. Skarphéðinn er nú íslandsmeistari í skíðastökki og er það mál manna að fáir eða enginn hafi unnið þá grein á íslandsmóti með meiri glæsibrag en hann. Skarphéðinn hefur ákaflega fagran stökkstíl og er algerlega í sérflokki meðal íslenzkra stökkmanna. Stíll hans er mjög svipaður stíl beztu stökkmanna heims. En Skarphéðinn er óreyndur, hefur aðeins kynnzt íslenzkum stökkpöllum sem gefa ekki meira en 20-40 m stökk. En í Squaw Valley stekkur hann í braut þar sem búizt er við allt að 90 metra stökkum. Hver áhrif það hefur á óreyndan Íslending er óráðin gáta, en gaman verður að sjá þennan konung íslenzkra stökkmanna í dag meðal beztu stökkmanna heims. Olympíunefnd Íslands hafði fjármagn til að senda þrjá menn á Ieikana í Squaw Valley. Skíðasambandið valdi Eystein, Kristin og Jóhann Vilbergsson. Síðar bárust SKÍ þau boð frá Siglfirðingum að þeir hefðu skotið saman fyrir farareyri Skarphéðins. SKÍ mælti með þátttöku hans í Ieikunum og nú er hann við æfingar vestra. Slík er trú Siglfirðinga á getu Skarphéðins, að þeir vilja hann til Olympíuleika. Og þessi hógværi Siglfirðingur mun áreiðanlega sóma sér vel í hópi afreksmanna







Á gamla vef sksiglo.is er að finna mjög skemmtilega grein um afrek Sveins á hans yngri árum. Slóðin er http://157.157.96.74/gamli/morgunbl-6712.htm

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 318321
Samtals gestir: 34942
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:21:16
clockhere

Tenglar

Eldra efni