04.03.2011 08:34

Gerfihreyfingar á fasteignamarkaði


698. Ég átti leið á fasteignasölu á dögunum og hitti þar fyrir ágætan kunningja sem þar starfar. Ég spurði frétta af gangi mála á markaðinum, en hann bar sig ekkert sérlega vel og sagði hann jafn steindauðan og botnfrosinn eins og hann hefði verið síðustu tvö árin. Þetta fannst mér í ósamræmi við fréttaflutning af fjölda þinglýstra kaupsamninga og viðtal við formann félags fasteignasala sem sagði í sjónvarpsviðtali á dögunum eitthvað á þá leið að heldur væri nú að hýrna yfir. Kunninginn sagði þetta tóma þvælu og kjaftæði, fjöldi þinglýstra samninga stafaði af því að bankarnir væru að leysa til sín eignir eða kaupa þær á uppborðum. Þegar slíkt gerðist, þyrfti auðvitað að þinglýsa eigninni á hinn nýja eiganda og þar með væri komin skráð sala. Svo væri líka verið að færa eignir á milli kennitalna, oftast innan fjölskyldna og það væri líka skráð sem sala af sömu ástæðu. Að vísu hefði nauðsynleg skjalagerð vegna slíkra gjörninga skapað svolitla vinnu og komið í veg fyrir algjört hrun í stofninum.

Hann vildi sem sagt meina að tegundin "fasteignasalar" væri í útrýmingarhættu.

En svo bætti hann því við að það væru að vísu tvær fasteignasölur sem hefðu meira en nóg að gera við að verðmeta fyrir bankana.

Bara tvær? Ég hváði og vildi fá frekari útskýringar.

Jú, það væri þessi 110% regla og afskriftir bankanna á því sem þá stæði út af.

Það er auðvitað mikið hagsmunamál fyrir bankana að matið sé sem hæst því þá þarf minna að afskrifa. Tvær fasteignasölur náðu fljótlega bróðurpartinum af þessum viðskiptum því þær mátu allar eignir á yfirverði.

Mig langaði auðvitað til að vita hvaða fasteignasölur það væru.

"Eignamiðlunin og Fasteignamarkaðurinn en ekki nefna mig á nafn" sagði viðmælandi minn.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 818
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 893
Gestir í gær: 131
Samtals flettingar: 340744
Samtals gestir: 37893
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 14:01:01
clockhere

Tenglar

Eldra efni