26.03.2011 23:49

Ingveldur Eiríks


 

699. Mér barst athugasemd við mynd á 123.is. Skilaboðin sem fylgdu voru eftirfarandi... Sæll vertu hver teiknaði þessa mynd? - Kveðja Ingveldur Eiriks.

Þegar ég vildi svara fyrirspurninni áttaði ég mig á að ekkert netfang fylgdi svo ég gat ekki sent svarið til hennar Ingveldar. Ef hún skyldi rekast hingað inn ef það hins vegar eftirfarandi: Sá sem teiknaði myndina heitir Skúli Elíasson og hún er utan á vegg gamla sláturhússins á Þingeyri. Þess má einnig geta svona í leiðinni að sá hinn sami Skúli "alltmúlígtmann" byggði m.a. víkingaskipið Dýrfirðing.

En því má svo bæta við að ég er núna nýkominn suður í stutt "helgarleyfi" og í beinu framhaldi u.þ.b. að verða nýfarinn aftur norður á Sigló. Ástæðan fyrir ferðinni er sú að verið var að skíra afabarn no. 5 og auðvitað má ekki missa af slíkum stórviðburði. Það er svo farið að styttast í áfangalok nyrðra, sennilega aðeins rúm vika í afhendingu íbúðar og þá verður væntanlega andað með nefinu í einhvern tíma.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 552
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 893
Gestir í gær: 131
Samtals flettingar: 340478
Samtals gestir: 37887
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 12:39:56
clockhere

Tenglar

Eldra efni