06.06.2011 22:06
Hvur skyldi eiga ammæli í dag?
720. Í dag er mánudagurinn 6. júni, það fer ekkert á milli mála að Bubbi Mortens á afmæli í dag og ég kæmist líklega ekki hjá að vita af því þó ég reyndi heilmikið til þess. Hann á plötu vikunnar á rás 2 og mun því fá verulega spilun næstu daga ofan á það sem venjulega gerist. Hann fékk að sjálfsögðu væna sneið af Katljósinu þar sem hann trúði landsmönnum fyrir því að nýja platan sem var að koma út í dag, væri að hans mati ein sú besta á ferlinum. Reyndar hef ég heyrt útgefendur hans nota orðatiltækið "ein sú besta til þessa" í hvert einasta skipti sem Bubbi gefur út plötu. En svo er dagurinn toppaður í "Færibandinu" þætti Bubba Morteins, þar sem Bubbi verður sjálfur gestur þáttarins. Það er vinur hans Óli Palli sem ætlar að leysa hann af sem spyril og stjórnanda, en hann hefur löngum reynst Bubba betri en enginn og haldið merki hans duglega á lofti í gegn um tíðina.
Er nokkur möguleiki á að um mismunun
af einhverju tagi sé að ræða, þegar kemur að aðgengi íslenskra tónlistarmanna
að útvarpi allra landsmanna? Ég skal ekki segja.