29.08.2011 18:57
Fugl dagsins
746. Ég man að fyrir margt löngu síðan var spiluð upptaka með hljóði einhverrar fuglategundar rétt fyrir
hádegisfréttir á gömlu Gufunni. Liðurinn var nefndur "Fugl dagsins", og ég veit
til þess að margir lögðu við eyru og reyndu að geta sér til um hvaða fugl væri nú
að láta í sér heyra áður en þulurinn upplýsti það. Oft varð "Fugl dagsins" líka
ágætur efniviður í alls konar einfeldningslegt grin og skemmtilega
skrumskælingu manna á meðal og margar fleygar línur uðu til.
Fugl dagsins er Furðufugl, Hermikráka, Gargönd eða Skúfönd eftir jólabaðið svo dæmi séu tekin. Einu sinni sá ég millifyrirsögnina "Fugl dagsins á einni erfiðustu holu vallarins" og svo er til "Fugl dagsins" - sagan endalausa eftir Michael Ende.
Þetta svona dúkkaði upp í
kollinum á mér þegar ég rakst á þessar tvær skemmtilegu fuglamyndir sem báðar
færu létt með að standa undir titlinum.