11.11.2011 15:52

Útsala í Bónus - fólk eins og síld í tunnu


770. Sl. þriðjudag opnaði Bónus á Selfossi kl. 9.00 um morguninn og mun þá talsverður fjöldi fólks þegar hafa verið mættur og beið þess að opnað yrði. Ástæðan var eflaust skiljanleg á þessum síðustu og verstu, því auglýstur hafði verið 30% afsláttur á öllum vörum verslunarinnar og allt átti að seljast eins og það er oft orðað í útsöluauglýsingunum. Það var ekki að sökum að spyrja, flestar hillur voru orðnar svo gott sem tómar þegar leið á daginn. Útsölur munu ekki vera algengar í þessari lágvöruverslun, en að þessu sinni var tilgangurinn sá að loka átti búðinni og lágmarka þess vegna eða jafnvel sleppa við flutning á vörubirgðum milli húsa. Bónus mun síðan opna aftur ásamt Hagkaupum í nýju og mun stærra verslunarhúsnæði að Larsenstræti á morgun þ. 12. nóv. En þetta er ekki öll sagan, því skömmu eftir opnun sást hvað sjúkrabíll og lögregla mætti á svæðið og blikkandi blá ljós lýsu upp stæðið. Og nú var ástæðan var sú að vegna loftleysisins sem mannfjöldinn inni í búðinni orsakaði, mun hafa liðið yfir einn eða fleiri viðskiptavini.


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 383
Samtals flettingar: 480773
Samtals gestir: 53306
Tölur uppfærðar: 5.12.2024 03:50:41
clockhere

Tenglar

Eldra efni