09.12.2011 01:30

Jólasveinninn er kominn



779. Þessi líflega, skemmtilega og jólalega mynd skreytir húshlið við Suðurgötuna hér á Siglufirði. Jólasveinninn er þarna að koma færandi hendi til handa bæjarbúum sem honum auðvitað fagnandi. - Nema hvað.

Í fyrstu fannst þetta aðeins virkilega flott skraut í skammdeginu, en svo fór ég að íhuga hina dýpri merkinu skreytingarinnar og þá ekki síst með tilliti hvar hún er staðsett. Það rann upp fyrir mér alveg nýtt ljós og ég gat ekki annað en brosað í kampinn, því með góðum vilja og hæfilega frjálslegri túlkun má vel sjá húmorinn í myndefninu. Ég er líka alveg sannfærður um að sá ágæti drengur sem er eigandi hússins, brosir lika út í annað þegar hann áttar sig á djókinu.


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 480
Gestir í dag: 123
Flettingar í gær: 835
Gestir í gær: 148
Samtals flettingar: 477374
Samtals gestir: 52747
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 06:21:46
clockhere

Tenglar

Eldra efni