29.11.2012 08:37
Flottur bíll, en á röngum stað
851. Það fer líklega ekkert á milli mála að þessum fína bíl er lagt ólöglega, en einhver myndi væntanlega kalla það "að bera í bakkafullan lækinn" þegar ökumenn velja sér stað við hvorki meira né minna en fimm skilti sem öll segja í rauninni það sama, og þá er guli kanturinn ekki talinn með.
Myndin er tekin inni í hringtorgi sem er sérhannað sem strætó stoppistöð og er einungis ætlað til slíkra hluta. Í hringnum eru samanlagt 22 skilti sem benda öðrum ökumönnum á að leggja ekki þarna, svo maður skyldi ætla að boðskapurinn ætti alla vega þess vegna að komast til skila. Það vantar þó mikið upp á slíkt því ég hef talið allt upp í átta bíla í hringnum þegar ég hef átt leið þarna um, og stundum hafa jafnvel rútur teppt leiðina. Það má svo gjarnan fylgja sögunni að við hliðina á hringtorginu er slíkur fjöldi bílastæði að þau ná aldrei að fyllast.
Einn kollegi
"Ég komst hálfa leið eða svo í hringnum þegar bill var fyrir
mér sem lokaði leiðinni og hann var greinilega ekkert að flýta sér. Ökumaðurinn
sat bara við stýrið og virtist vera svo djúpt hugsi að líkast til hefur hann
verið að leysa sjálfa lífsgátuna akkúrat þá þarna. Ég hinkraði svolitla stund og
vonaðist til að hann færði sig eins og flestir