01.01.2013 16:04

Það er komið nýtt ár




854. "Hvernig fannst þér Áramótaskaupið"  verður eflaust ein af algengari spurningum næstu daga eins þegar menn taka tal saman, og hún var líka eitt af því allra fyrsta sem birtist á netútgáfu DV. Það gæti auðvitað verið vegna þess hve kommentakerfi miðilsins kom þar mikið við sögu og líklega ekki alveg að ástæðulausu. Kannski hafa þeir DV menn orðið eitthvað órólegir vegna málsins og eru einfaldlega að þreifa á því hvort einhverja bandamenn og hjálparhellur sé að finna meðal fólksins í landinu sem leggi þeim lið með því að flíka skoðunum sínum enn frekar í hinum umrædda kommentakerfi. Annars er bæði skrautlegt að vanda, en líka svolítið skemmtilegt að renna yfir innleggin sem þar getur að líta eins og búast mátti við.

"Alveg skelfilegt, held að það sé komin tími á að hleypa einhverjum öðrum að. - Mér fannst skaupið að mestu gott. - Ósmekklegt og gamlar lummur ljótt orðbragð, ekki fyrir fjölskylduna samasem hundleiðinlegt. - Hefði átt að banna það innan 16 ára held ég. - Já því 14-15 ára krakkar hafa aldrei heyrt ljótt orðbragð. - Það versta sem ég man eftir. - Með þeim betri sem ég man eftir. Versta skaup sem ég man eftir að hafa séð og orðbragðið ótrúlegt, ekki fyrir börn. - Eitt besta skaup fyrr og síðar, held að þetta fólk sem er að segja að skaupið hafi verið lélegt eru ekkert búin að vera að fylgjast með eða eru bara að tala með rassgatinu! - Aldrei hægt að gera öllum til geðs, snilldarskaup að mínu mati, takk kærlega allir sem að því stóðu :) - Algjör hneisa,og sóun á almannafé. Til hvers að borga fyrir svona orðbragð... - Versta áramótaskaup síðan 1987. - Handritið þunnt og mikið um endurtekningar, en viðurkenni að hafa flissað á köflum. - Snilldarskaup, gróft og gott að fokking Sjallarnir fengu á baukinn sem og Grísinn (líka hinir, en tók bara ekki eins eftir því). -  Svona á að gera þetta. - Fannst skaupið mjög skemmtilegt. - Hreifst af þeim hluta skaupsins þar sem gert var grín að ummælakerfi DV. "Vertu virkur á kommentakerfinu" - tær snilld. - Ég get ekki klárað að skrifa þennan status, ég hlæ svo mikið. Vantaði samt meira Gangnam Style. - Skaupið hafði meiri áhrif á suma en aðra. "Ég er hættur við að djamma í kvöld útaf þessu. - Gott að einhverjum líkaði. Kannski er þetta svona að horfa á skaupið edrú."

En það er svo sem ekkert nýtt að það séu verulega skiptar skoðanirnar um Áramótaskaupið. Í DV sem gerði sérstaka könnun um skoðanir áhorfenda kemur fram að 27,6 prósent lesenda segja að skaupið hafi verið afleitt, en 12,9 prósent segja það hafa verið frábært. Sé spurt um í verri eða betri kantinum breytist svarhlutföllin. Alls eru þá 871 neikvæðir gagnvart því, en 705 jákvæðari sem gerir muninn talsvert minni.

-

En að ofansögðu að allt öðru máli og miklu jákvæðara. - Gleðilegt nýtt ár og bestu óskir um farsæld um ókomna tíð.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 318153
Samtals gestir: 34908
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 10:06:14
clockhere

Tenglar

Eldra efni