18.04.2013 01:36

Í Skarðdalsskógi



864. Þegar ég staldraði við á Siglufirði um páskana, datt mér í hug að kíkja inn í skógrækt sem ég vil þó eftir að trén hafa stækkað og meira land lagt undir, kalla Skarðdalsskóg sem er talsvert virðulegri nafngift. 
Heitir hann það kannski í dag? 



Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan ég var að bora græðlingum niður í jörðina á þessum slóðum, aðeins innan við fermingu og undir handleiðslu Jóhanns Þorvaldssonar og gaman að sjá hvað áunnist hefur. Þökk sé þeim framsýna manni sem fékk ekkert allt of mikið þakklæti á sínum tíma. 



Það er ekki mikil umferð manna í skóginum núna, aðeins ein spor liggja frá hliðinu og upp að Leyningsfossi.




Leyningsfoss er auðvitað í klakaböndum þessa dagana...



...og hann er ekkert síður flottur í vetrarbúningnum.



En rebbi hefur greinilega verið meira á ferðinni en mannfólkið í þessari náttúruparadís, því það voru alls staðar slóðir eftir hann. 

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 383
Samtals flettingar: 480837
Samtals gestir: 53309
Tölur uppfærðar: 5.12.2024 04:33:36
clockhere

Tenglar

Eldra efni