24.06.2013 14:43

Söfnun stafrænna bílnúmera

871. Það er ekki öll vitleysan eins, eða ættum við kannski að tala um áráttutengt hegðunarmynstur í tilfellinu sem hér er nefnt til sögunnar? Reyndar myndi það líklega teljast vera af tiltölulega jákvæðum stofni, frekar meinlitlum og ekki líklegt til að raska sálarró þess sem því er haldinn þannig að hann eða hún þyrfti að leita sér aðstoðar. Alla vega meðan það fer ekki meira úr böndunum en þegar er orðið.

-

Fyrir nokkrum misserum sá ég stutt viðtal við sérvitring (rétt eins og mig) á RÚV og man ekki betur en það hafi verið í Kastljósi, en hann sagði frá sérstakri söfunaráráttu sinni. Hún fólst í því að viðkomandi safnaði bílnúmerum (reyndar stafrænt), en hjálpartækið og veiðigræjan sem hann notaðist við, var lítil myndvél sem var ávalt innan seilingar. Viðmælandinn sagðist vera kominn með yfir 200 myndir af bílnúmerum í möppu og virtist hinn hreyknasti af safni sínu. Mér þykir ástæða til að taka það fram að viðkomandi bar ekki með sér að vera þroskaskertur á neinn hátt. Mér þótti hins vegar minna til um þetta safn og var eiginlega svolítið móðgaður, því þá þegar hafði ég stundað sambærilega söfnun um skeið og kominn með miklu, miklu stærra safn og meira að vöxtum en hann.

-

En nóg um slíkt útúrdúratal, mér datt þessi skemmtilega vitleysa í hug einhvern tíma fyrir margt löngu og stundaði þá söfnunina grimmt um skeið. En þar kom að aðstæður breyttust, tímaleysistímabil tók við og mappan með bílnúmerunum "var sett upp á hillu" og gleymdist. Alla vega þar til nú, því á dögunum var ég að taka til í tölvunni og rakst þá á umrætt. safn. Á sínum tíma var ekki endilega mikiö lagt upp úr myndgæðum, því oft var mynd smellt af þegar stöðvað var á rauðu ljósi og ekki þótti ástæða til að mynda númer sem voru ekkert skemmtileg. En það voru líka dæmi um að bílar voru eltir þar til þeir komust í gott færi og stundum voru slíkir leiðangrar lengri en góðu hófi gegndi og skynsemin jafnvel ekki alltaf höfð með í ráðum. Ég man eftir að ég elti "OZZY" á sínum tíma frá Hafnarfirði og lengst inn í Grafarvog. Þar lagði bílstjórinn í stæði (líklega heima hjá sér) en ég beið eftir að hann færi af svæðinu og laumaðist þá að bílunum með myndavélina á lofti.

-

Hér að neðan eru nokkur sýnishorn úr safninu.





















































































Og svo mætti lengi telja...


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 178
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 383
Samtals flettingar: 480895
Samtals gestir: 53310
Tölur uppfærðar: 5.12.2024 05:17:22
clockhere

Tenglar

Eldra efni