24.07.2013 23:52

Póstkort

876. Og í beinu framhaldi af síðustu færslu koma þær skýringar sem þar voru boðaðar, þ.e. hvers vegna ferðin var farin upp í turninn? 
Jú, ástæðan var sú að mig vantaði eina mynd í átta mynda pakka. 
Átta mynda pakka hvað? 
Jú, það er víst hagstætt að prenta átta póstkort í einu svona kostnaðarlega séð. 
Ok., en af hverju er verið að prenta póstkort? 
Ég gerði mér ferð í fyrirtæki sem heitir "Sólarfilma" og falaðist eftir póstkortum og fleiru sem það kompaní hefur upp á að bjóða til endursölu, en fékk þau svör hjá forráðamanni og eiganda að það væri eiginlega fyrir neðan virðingu umrædds að vörur þess fengjust þar sem ég hugðist selja þær, þ.e. í Kolaportinu. Ég bankaði því upp á hjá öðru slíku fyrirtæki, Demantskortum í Hafnarfirði. Þar varð fyrir svörum Oddur Thorarensen frá Akureyri, sem er reyndar náfrændi Odds Thorarensen sem rak Nýja Bíó á Siglufirði um áratuga skeið. Hann tók mér vel og frá honum fór ég með talsvert af hinum ágætustu póstkortum, en umsvif Demantskorta eru talsvert minni en hinna fyrrnefndu og ég vildi því auka svolítið á flóruna, breikka línuna og bæta vð úrvalið. 
-
Hér að neðan má svo sjá afurðirnar...


Skólavörðustígurinn, Miðbærinn og Grandinn.


"Hopparinn" og nokkrir af helstu viðkomustöðum hans.


Flekaskil Evrópu og Ameríku nærri Reykjanesvita.


Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingastaður Jóns Sigurðssonar. - Myndin er meira að segja tekin þann 17. júní 2009. - Víkingaskipið Íslendingur. - Eyðibýli fyrir norðan Hafnarfjörð. - Frá Árbæjarsafni.


Hestamenn ríða yfir Siglufjarðarskarð, - Riðið á Löngufjörur í átt að Snæfellsjökli, - Villimannareið yfir Hólsá á Siglufirði, - Trússferð um Haukadalsskarð.


Tjörnin í Reykjavík, Fríkirkjan og Fríkirkjuvegurinn.


Vesturbærinn í Reykjavík. Myndin er tekin í fjörunni fyrir neðan Boðagranda.
 

Moldóttir hestar.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 178
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 383
Samtals flettingar: 480895
Samtals gestir: 53310
Tölur uppfærðar: 5.12.2024 05:17:22
clockhere

Tenglar

Eldra efni