31.10.2013 08:50

Geimverur lenda á Akureyri


893. Í vefútgáfu breska stórblaðsins Mirror, birtist svolítil frétt frá Íslandi þ. 20 okt. sl. undir fyrirsögninni "Watch UFO fall from the sky over the town of Akureyri in Iceland" og þar mátti einnig sjá myndbrot sem á að sýna umræddan atburð. Menn geta svo haft sínar skoðanir á þvi hve trúverðugt myndbandið er, eða hve vel hefur tekist upp með tæknilega úrvinnslu þess. En burt séð frá þeirri hlið málsins, þá má samt alltaf hafa gaman af.

Slóðin á fréttina er: http://www.mirror.co.uk/news/weird-news/watch-ufo-fall-sky-over-2472543

-

(VIÐBÓT) Síðar fréttist að neyðarblysi hafi verið skotið á loft og Akureyri sé því enn "Geimverufrír" staður, ef litið er fram hjá því að öll getum við jarðarbúar með góðum rökum talist til geimvera.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495882
Samtals gestir: 54725
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 15:25:38
clockhere

Tenglar

Eldra efni