24.11.2013 09:01
Jónas og fjölskylda
898. Þarna er húmorinn
greinilega í góðu lagi, en hvað skyldu margir muna eftir honum Jónasi og
fjölskyldu úr umferðinni forðum daga, en hann var haldinn vægast sagt mjög undarlegri
söfnunaráráttu. Jónas þessi fór sér gjarnan hægt í umferðinni ef einhverjir bílar
voru fyrir aftan hann og átti sér það takmark að mynda bílalest sem næði helst hringinn
í kring um landið. Það voru hjónin Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir
sem fóru með aðalhlutverkin í þessum stórskemmtilegu innskotum sem unnin voru í
samráði við sambærilegt apparat og í dag kallast Umferðarstofa. Ólafur Örn
Haraldsson mun hafa samið textann í þáttunum og útsendingar hófust sumarið 1974
á RÚV. Þarna fór saman umferðarfræðsla sem virkaði og óborganleg leikræn tilþrif
sem maður beið eftir að fá að heyra á hverjum degi.Seinna var svo efnið gefið út
á kassettum, en í dag má nálgast það á youtube.
Slóðin að fyrsta þætti er http://www.youtube.com/watch?v=pYw5BE1spaA