24.06.2014 05:15

"Stórmynd" að heiman



(Ljósmynd Magga)

 

938. Ég staldraði við í hinu risastóra anddyri Bónus verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ þegar ég átti þangað hefðbundið erindi á dögunum. Þar hékk uppi á áberandi stað risastór mynd af mjög svo kunnuglegu svæði, en það (sjá myndina hér að ofan) er eins og við vitum verulega vinsælt myndefni þeirra sem eiga leið um smábátahöfnina á Sigló. Líklega hefur ófáum "skotunum" verið hleypt þarna af og er þá ekki djúpt í árinni tekið, en varla þó nokkru af þessari stærð fyrr en nú.

 


(Ljósmynd Magga)


Ég skoðaði mig betur um áður en haldið var til búðar og þekkti þarna all nokkra staði, bæði héðan úr Hafnarfirðinum, innan úr Reykjavík og utan af landsbyggðinni. Svo var listamaðurinn niðursokkinn í vinnu sína á staðnum sem gerði sýninguna mun meira lifandi og tengdi myndirnar persónu hennar enn sterkari böndum.

 


(Ljósmynd Magga)


Þann 16. þ.m. sagði Sigurður Ægisson frá Steinþóru Hildi Clausen á vef sínum http://www.siglfirdingur.is/  undir titlinum "Augnakonfekt til sölu" 

sjá: http://www.siglfirdingur.is/v.asp?page=251&Article_ID=3134 en Hildur eins og hún mun yfirleitt vera kölluð útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2008 

Sjá einnig: https://www.facebook.com/Heimilioglist?hc_location=timeline

 


(Ljósmynd Magga)

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 1218
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 1694
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 394117
Samtals gestir: 43959
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 10:30:00
clockhere

Tenglar

Eldra efni