23.08.2014 14:06
Villtur í frumskógi litrófsins....
951. Litríka húsið á myndinni hér að ofan stendur á mótum Selvogsgötu í Hafnarfirði, en eigandi þess virðist
alls ekki geta gert upp við sig hvernig hann vill hafa það á litinn.
Hann hefur greinilega gefið
sér ágætan tíma til umhugsunar og jafnvel eitthvað umfram það en án þess þó að
komast að niðurstöðu, því það hefur ekkert breyst um nokkurra ára skeið.
En áður en fjölbreytnin í
litavalinu varð sú sem hún er nú orðin, gat ég ekki séð að nokkra ástæðu til
málningarframkvæmda, því ekkert var út á ástand hússins að setja og það hafði þá
verið málað fyrir ekki svo ýkja mörgum árum síðan.
Á þakið að vera blátt eða brúnt,
eiga gluggarnir að vera gulir eða hvítir, eiga veggirnir að vera rauðir eða ljósbrúndrappaðir?
Á fótstykkið að vera ljósbrúndrappað
eins og veggirnir eða gulir?
Á grunnurinn að vera blár, grár
eða ljósrauðbrúnn?
Annað hvort er húseigandinn haldinn valkvíða í lit á áður óþekktu stigi eða villtur í frumskógi litrófsins - og ratar ekki til baka.