Færslur: 2007 Október
30.10.2007 10:26
Fyrsta fölið.
410. Fyrsta föl vetrarins féll í gær. Þegar við Minný komum út, kom í ljós að það þurfti að skafa af rúðum og sópa snjónum ofan af litla bláa bílnum áður en hægt var að halda af stað.
Svo finnst mér það alltaf jafn skemmtilega undarlegt hvað veturinn kemur ökumönnum mikið á óvart í hvert einasta sinn. Á Reykjavíkurveginum hérna í Hafnarfirði myndaðist löng röð bíla á sumardekkjum við dekkjaverkstæðið "Dekkið." Mér fannst það eiginlega aðdáunarvert hvað eigendur ökutækjanna voru tilbúnir að sitja lengi í þessari ógnarlöngu biðröð og bíða þess að röðin kæmi að þeim. Þeir hljóta að hafa komið sér upp eins konar "Rússneskum hugsunarhætti" áður en þeir stilltu sér upp. En á seinni hluta síðustu aldar taldist það "eðlilegur" hluti hins daglega lífs þar eystra að standa í biðröðum dag hvern fyrir utan hinar ríkisreknu verslanir. Þar átti fólkið nóg af rúblum, en varningur var hins vegar af skornum skammti og hillur verslana ýmist hálftómar eða galtómar. Það á reyndar ekki við í nútímanum uppi á Íslandinu góða, landi velmegunar, þar sem smjör drýpur af hverju strái og þar sem lagerar dekkjaverkstæða eru fullir af þeim varningi sem selst grimmt á dögum sem þessum.
Í næstu götu sem er Hjallahraunið, er sama ástand uppi. Þar beið bíll við bíl í ekkert styttri röð, bílstjórarnir sátu rólegir undir stýri og færðu bílana nokkur hænufet áfram í hvert sinn sem fremsti bíllinn í komst inn á gólf á áfangastaðnum. Ég veitti því athygli að það voru í miklum meirihluta konur sem sátu undir stýri. Það er sennilega skýringin á því hve allt gekk vel fyrir sig. Engar flautur voru þeyttar, engir krepptir hnefar voru steyttir út um glugga og engin skammaryrði heyrðust.
En þetta er líka kjörlendi prakkara af yngstu kynslóðinni. Hæfilega blautur snjór sem einstaklega gott var að hnoða. Þeir flugu líka margir snjóboltarnir um loftin blá eða öllu heldur grá, því að þannig var gærdagurinn á litinn. Ég fór ekki varhluta af því, - og þó. Þegar ég átti leið um Álfhólsveginn í Kópavoginum í gær, sá ég hvar hópur skólakrakka í frímínútum stillti sér upp með "skotfærin" tilbúin til notkunar. Þegar ég nálgaðist meira sá ég að ég myndi líklega fá dembu yfir mig og brá því á það ráð að stöðva við gangstéttarbrún fyrir framan krakkahópinn. Sum voru búin að setja sig í stellingar, hendur komnar aftur fyrir hnakka haldandi á snjóboltum og skotin voru við það að ríða af þegar ég tefldi fram þessum óvænta mótleik mínum. Ég steig út úr bílnum og horfði til krakkanna sem kom greinilega á óvart það sem var að gerast. Ég sagði ekki neitt en stóð kyrr eins og ég væri að bíða eftir einhverju og hópurinn varð skyndilega mjög órólegur. Hendur sigu og skotfærin féllu til jarðar eins og óvart. Skyndilega rölti öll hjörðin af stað í átt til skólans en sum barnanna gjóuðu á mig augunum. Þau gengu hægt og rólega eins og þau vildu fyrir alla muni halda virðuleika sínum hvað sem það kostaði, og eftir skamma stund stóð ég einn eftir og hafði þá fátt annað að gera en að stíga aftur um borð og aka af stað.
Rétt á eftir sá ég hvar lítil stúlka sem gekk eftir gangstéttinni, hnoðaði saman í bolta þegar hún sá mig nálgast. Hún stóð þarna sælleg og rjóð og beið eftirvæntingafull eftir að ég kæmi nær. En þar sem hún hafði einmitt stöðvað för sína við gangbraut en líklega án þess að taka sérstaklega eftir því, fannst mér auðvitað sjálfsagt að stöðva við línuna. Hún horfði svolítið vandræðaleg á mig og höndin sem var farin að lyftast tók nú að síga aftur. Hún stóð kyrr svolitla stund og horfði útundan sér á mig en ég skrúfaði niður rúðuna og kallaði út.
"Ætlarðu ekki að fara yfir gangbrautina vina."
Ég brosti mínu blíðasta og hún varð enn vandræðalegri. Ég sá þá að hún var fyrst að veita því athygli að það var gangbraut þarna og hún hristi hægt höfuðið og ég sá að hún stakk snjóboltanum svolítið laumulega í vasann. Ég átti í svolitlum vandræðum að skella ekki upp úr, en hún gekk nokkur skref aftur á bak, snéri sér við og gekk ákveðin af stað og horfði fast ofan í steinlagða stéttina sem var óðum að koma í ljós undan hinu hvíta teppi sem lagst hafði yfir jörðina um morguninn.
Svipað átti sér stað í Hafnarfirðinum nema þar var hópurinn öllu fámennari, eldri og eingöngu skipaður strákum. Það var því útlit fyrir að aðrar aðferðir væru vænlegri til árangurs (og skemmtunar.) Þarna var greinilega á ferðinni mun harðsnúnara lið en í Kópavoginum því ég átti spölkorn ófarið að stórskotaliðinu þegar fyrsta hrinan lenti á grillinu, húddinu og framrúðunni. Ég sá að önnur demba var í undirbúningi og ég negldi niður þegar ég kom að hópnum og stökk út úr bílnum nánast á ferð.
"Hvern andsk. haldiði að þið séuð að gera villingarnir ykkar?" Ég brýndi raustina, hafði hátt og reyndi að gera mig eins dimmraddaðan og ég frekast gat. Hópurinn tvístraðist í allar áttir og ég hljóp nokkur skref á eftir hluta hans. En það var engu líkara en hann væri búinn þeim einstaklega fágætu eiginleikum að geta gufað upp, því eftir andartak sást hvorki tangur né tetur af nokkrum snjókúlukastara neins staðar.
"Þetta er algjörlega snarbrjálaður karl," heyrði ég einhvern segja á fyrstu metrunum og mér fannst það í sjálfu sér ekkert mjög leiðinlegt.
Ég er nefnilega ekki frá því að ég hafi ekki skemmt mér neitt minna en árásarsveitin sem nú var gersamlega horfin eins og jörðin hefði gleypt hana hafði gert áður en ég átti þarna leið um.
28.10.2007 23:09
Tíu litlir negrastrákar og fleira gott fólk.
409. Þær hafa svo sem verið með ýmsu móti uppákomurnar undanfarið eins og gengur, en tvö mál hafa þó að öllum líkindum staðið upp úr í þjóðfélagsumræðunni allra síðustu daga. Afstaða Þjóðkirkjunnar til "hjónabands" samkynhneigðra , og endurútgáfa barnabókarinnar um Negrastrákana tíu.
Eftirfarandi yfirlýsing barst frá nýyfirstöðnu kirkjuþingi.
Undanfarinn áratug hafa miklar breytingar orðið til batnaðar á réttarstöðu samkynhneigðra á Íslandi og hafa margir orðið til að fagna því. Ísland hefur gerst aðili að evrópskum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum þar sem bannað er að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar og andi þeirra hefur skilað sér inn í löggjöf og stjórnarskrána.
En svo að hinu málinu.
Bókin um negrastrákana 10 kom fyrst út árið 1922 og hefur margsinnis verið endurútgefin eftir það, og sumir kalla hana fyrstu Íslensku barnabókina þó hún sé alls ekki íslensk.
Foreldrar þeldökkra barna hafa ritað bréf til leikskóla á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hvatt er til þess að barnabókin Tíu litlir negrastrákar verði ekki lesin fyrir börnin. Efni og myndir bókarinnar séu særandi og kyndi undir fordómum í garð svartra. (Frétt af RUV.)
Ég fékk sms á dögunum þar sem spurt var: Hvort er Biblían í nýju þýðingunni, eða þá endurútgáfa bókarinnar um negrastrákanna tíu þjóðfélagslega hættulegri bókmenntir?
Ég geri ráð fyrir því að svörin gætu hæglega orðið mun fleiri en gefnir svarmöguleikar.
-
Eftirfarandi er sótt á sbs.is (Stefán Birgir Stefánsson.) En hann framkvæmir sína tegund af krufningu á mjög skemmtilegan hátt.
Ég var að hlusta á einhverja jólaplötu, svona eins og gengur og gerist, þegar lagið "Negrastrákarnir" byrjaði í spilun. Ég áttaði mig ekki alveg á því hvernig ófarir tíu lítilla svertingja gæti hugsanlega tengst jólunum á einhvern hátt.
Ég man vel eftir bókinni "Tíu Litlir Negrastrákar", hét á frummáli "Ten Little Niggers". Ég man líka að mér fannst hún alltaf svolítið skrítinn.
Eftir að hafa hlustað á þetta lag gerði ég mér grein fyrir því að hér er á ferðinni lag sem er svo fullt af fordómum og hatri í garð svertingja að Guð einn veit á hvaða Ku Klux Klan fundi það var samið. Förum yfir textann og reynum að ímynda okkur hugsunar hátt einstaklingsins sem skrifaði hann.
Negrastrákar fóru á rall,
þá voru þeir tíu,
einn drakk flösku af ólyfjan
en eftir urðu níu.
Níu litlir negrastrákar
fóru seint að hátta
einn þeirra svaf yfir sig
og þá voru eftir átta.
Sjáið til, blökkumenn, einfalt fólk. Það er ekki hægt að ætlast til þess að einfeldningar kunni á vekjaraklukku. Blökkumenn hata líka aðra blökkumenn, þess vegna vöktu hinir átta gaurarnir ekki þennan eina.
Átta litlir negrastrákar
vöknuðu klukkan tvö.
Einn þeirra dó úr geispum
en þá voru eftir sjö.
Okay, þarna, sko. Blökkumenn eru svo latir að þeir fara á fætur klukkan tvö. Munið að gaur númer níu svaf yfir sig, hve lengi svaf hann ef hinir vöknuðu klukkan tvö? Og hvað er það að deyja úr geispum? Gat hann ekki bæði andað og geispað svo hann kolféll? Heimski maður.
Sjö litlir negrastrákar
sátu og átu kex
einn þeirra át yfir sig
en þá voru eftir sex.
Ef það er eitthvað sem svertingjar elska meira en vatnsmelónur og kjúkling þá er það kex, sætt sætt melónukjúklingabragðbætt kex. Þegar þeir byrja þá geta þeir ekki hætt. Enda eru svertingjar mjög gráðugt fólk.
Sex litlir negrastrákar
sungu dimmalimm
einn þeiirra sprakk á limminu
en þá voru eftir fimm.
Að springa á limminu merkir að standast ekki freistingar eða geta ekki haldið eitthvað út. Ég geri ráð fyrir að svertinginn hafi verið svo aumur að hann átti erfitt með að syngja dimmalimm (ég geri ráð fyrir að þeir séu að tala um lagið með Spírandi Baunum). Þetta vandamál á við marga svertingja.
Fimm litlir negrastrákar
héldu að þeir væru stórir
einn þeirra fékk á hann
en þá voru eftir fjórir.
Ég geri ráð fyrir að hér sé verið að tala um að hann hafi fengið AIDS. "Fékk á hann", hann hvern? Broddinn. Hvað gerist þegar svertingjar fá á broddinn? AIDS. (ég veit hvað "að fá á'ann merkir!)
Fjórir litlir negrastrákar
fóru að reka kýr
ein kýrin stangaði einn þeirra
en þá voru eftir þrír.
Helsti óvinur svertingjans eru ráðvillt dýr, sérstaklega kvenkyns dýr.
Þrír litlir negrastrákar
þorðu nú ekki meir
einn þeirra dó úr hræðslu
en þá voru eftir tveir.
Að eðlisfari eru svertingjar hrætt fólk, þess vegna ganga allir svertingjar um með byssu. Það að deyja úr hræðslu er í öðru sæti yfir það sem dregur svertingja til dauða, númer eitt er að einhver bösti cap í rassinn þeirra.
Tveir litlir negrastrákar
þögðu nú eins og steinn
annar hann varð vitlaus
en þá var eftir einn.
Það þurfti nú ekki mikið til að hann varð vitlaus, skal segja ykkur það.
Einn lítill negrastrákur
sá hvar gekk ein dama
Hann gaf sig á tal við hana
og bað hennar með það sama.
Hann bað hennar, augljóslega. Mér finnst þetta samt vera verst skrifaða stanzaið.
Negrastelpan sagði já
og svo fóru þau í bíó
ekki leið á löngu
uns þau urðu aftur tíu.
Auðvitað drápust 9 manns í þessu lagi (þessi sem svaf yfir sig var étinn af krókódíl síðar) en það er allt í lagi því blökkumenn eignast börn eins og kanínur og hver getur hvort sem er séð muninn á þeim? Enginn. Takið eftir að það nægði að fara með hana í bíó, svertingjar eru fátækt fólk og það þarf ekki mikið til að heilla þá.Kannski er ég að taka þetta of alvarlega en mér finnst þetta lag setja vissar hugmyndir í huga barna sem eiga ekki við á tuttugustu og fyrstu öld. Þetta lag má vel vera til sem "icon" af hvernig hugsunarháttur var hér í den en hann á ekki heima á leikskólum, nema hugsanlega í suðurríkjum bandaríkjanna.
Viðauki:
Vel hugsanlegt er að margir hér séu að dæma börn of hart, halda að þau séu ekki nægilega þroskuð til að tengja saman hluti eins og texta af lagi og hugmyndir. Ég veit ekki til þess að það sé einhver sönnun fyrir því að texti um stereótýpur hafi ekki áhrif á "implicit" hugsunarhátt barna, þvert á móti mundi ég telja að" primaceið" væri meira fyrir fordómum ef þau læra snemma að "tíu litlir negradrengir" séu frekar heimskir gaurar.
Ps. ég veit hvað það að fá á'ann merkir...
-
Á siggahilmars.blog.is (Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir) má finna eftirfarandi umfjöllun þar sem pitilhöfundur er greinilega mjög jákvæður í garð sögunnar sígildu.
Bókin Tíu litlir negrastrákar var ein af mínum uppáhaldsbókum þegar ég var barn. Ég elskaði þessa litlu stráka, og þreyttist aldrei á skemmtilegu þulunni um þá. Aldrei, ekki í eitt einasta skipti leit ég á þá sem eitthvað óæðra fyrirbæri, eða fyrirleit þá fyrir litarháttinn, eða hvað annað. Mér þótti leitt hvernig fór fyrir þeim þegar þeir týndu tölunni, og gladdist innilega þegar þeir voru aftur orðnir tíu. Ég varð hissa þegar ég heyrði í fréttum viðtal við afar vandlætingarsama móður sem fann gömlu uppáhaldsbókinni minni allt til foráttu af því að hún var um negrastráka. Bókin hefði allt eins getað verið um kínverja, stelpur, indjána, hvern sem var. Þessi bók ýtir alls ekki undir fordóma hjá börnum. Það eru foreldrar og aðstandendur sem koma fordómunum inn hjá þeim. Þau samþykkja alla, það er þeim eðlislægt, kannski eru þau feimin í fyrstu, kannski spyrja þau, af hverju viðkomandi er öðruvísi útlits, en um leið og þau kynnast, hættir útlitið að skipta máli. Orðið negri þýðir einfaldlega svartur eða dökkur litur. Í Afríku erum við hvíta fólkið. Þetta er aðeins hluti af útlitslýsingu á persónu, jafn eðlileg og þegar talað er um hæð, augnalit eða háralit. Því þarf þetta ofstæki að vera? Og hvaða áhrif hefur það á börnin að heyra fullorðna tala með slíku offorsi um að ekki megi nefna negra? Þau fá það á tilfinninguna að það sé eitthvað skammarlegt að vera negri, fyrst þessi læti eru út af orðinu einu saman. Þar með fæðast fordómarnir í saklausum barnssálum sem drekka allt í sig sem þau heyra og sjá. Vafalaust meinti þessi manneskja vel, þegar hún lét móðan mása um blessaða bókina, en hún hugsaði ekki út í það að krakkakrílin sem hlustuðu kannski á útvarpið á meðan hún talaði, fóru líklegast að velta því fyrir sér að þau vildu ekki vera negrar ef fullorðið fólk var svona æst út af þeim.
-
Hjalti Garðarsson á hjaltig.blog.is hefur allt aðra skoðun á málinu og þarf ekki mörg orð til að lýsa henni.
Mikið hryllir mig við því að þessi bók skuli hafa verið gefin út aftur. Ekkert nema fordómar í garð litaðra. Af hverju strákar? Er þetta kannski líka kvennafyrirlitning? - Ég mun fletta ofan af fleiri svona fordómum.
Rétt þykir mér að láta kynninguna sem lesa má á síðu Hjalta fylgja.
Ég er vélstjóri að mennt og besservisser frá náttúrunnar hendi. Þar af leiðandi eru skoðanir mínar alltaf réttar. Vinsamlega hafið þetta í huga áður en þið tjáið ykkur á þessari síðu.
-
Þorkell Sigurjónsson eða hector.blog.is ritar eftirfarandi.
Hver man ekki eftir þessari skemmtilegu bók um negrastrákana, sem núna er allt í einu komin fram á sjónarsviðið og eins og fyrri daginn virðist hún fara meir en lítið í taugarnar á sumu fólki. Satt best að segja sé ég ekki hættu á, að rasistar fái hér byr undir báða vangi við útkomu bókarinnar, eða orsaki aukið einelti gagnvart lituðum. Hin háværu mótmæli gegn útkomu á bókinni, virkar á mig þannig, að hinir sömu hafi minnimáttarkennd fyrir hönd litaðs fólks, sem ég tel enga þörf á. Og svo þetta sífellda nöldur, að bókin sé móðgun og hneyksli og eigi ekkert erindi í upplýst samfélag, muni gera hana ennþá meira spennandi til lestrar að mínu mati. Velti því fyrir mér þegar næst kemur að útgáfu barnabókarinnar "Mjallhvít og dvergarnir sjö" hvað muni þá verða uppi á teningnum, en þar eru dvergarnir frægu annars vegar? Sjálfsagt verða þeir sem nú vilja banna negrastrákana og vilja vera samkvæmir sjálfu sér, að vera á móti útkomu þeirrar ágætu barnabókar.
Hver einasti maður elskar frelsið.
Sá réttláti heimtar það handa öllum,
en sá rangláti aðeins handa sjálfum sér.
-
Nú hefur einhver snillingurinn hrært saman einn allsherjar graut af þessum fréttum vikunnar og skrumskælt barnagælu í eitthvað sem auðvitað er stranglega bannað börnum. Ég hefði líklega aldrei farið að birta þennan skáldskap hér nema þá vegna þess að hann hefur þá þegar birst á netinu m.a. á vefnum málefnin.is. Að vísu verður að segjast að ólíkt því sem gerist í þessum geiranum, þá er samsetningurinn með þokkalegra móti og "skáldið" er greinilega hagyrtur að upplagi.
Kynvillingar fóru á krá,
kenndir, allir tíu
einn var tekinn aftanfrá,
og eftir voru níu.
Níu litlir nárakjassar
nutu þess að hátta
einn fékk skæða sárasótt
þá sátu eftir átta.
Átta hýrir hommatittir
hittust klukkan tvö
einn tók fullstórt upp í sig
eftir voru sjö.
Sjö graðir gleðipinnar
gláptu á XXX
einn þeirra sprakk úr spenningi
spólunni skiluðu sex.
Sex blíðir attaníossar
æfðu sig í rimm
einn fékk sig fullsaddan
sáttir voru fimm.
Fimm æstir analistar
urðu flennistórir
einn féll þá í yfirlið
eftir voru fjórir.
Fjórir sætir sykurpúðar
sungu "ég er hýr"
einn var kýldur klessu í
komust undan þrír.
Þrem bústnum bossahossum
bauðst að hnoða leir
einn fékk af því standpínu
eftir sátu tveir.
Tveir baldnir borusnúðar
bögguðu ekki neinn
en öðrum var gert að gifta sig
gekk þá áfram einn.
Einn kenghýr kynvillingur
komst víst aldrei heim
En ekki hafa áhyggjur
Það er vís nóg af þeim.
-
Og fleiri eru þeir snillingarnir sem fara mikinn og eru síður en svo skoðannalausir Ridar T. Falls á http://ridartfalls.blog.is/blog/heklatfalls/ vill gera öllum minnihlutahópum jafnt undir höfði og sparka jafn fast í þá alla fyrst verið er að sparka á annað borð.
Hvers vegna ekki að sparka í fleiri minnihlutahópa en negra fyrst menn eru á annað borð að sparka? Það er löng hefð fyrir fordómum á Íslandi. Hér er mitt framlag, í allri hógværð:
Negrastrákar fóru á rall,
þá voru þeir tíu,
einn drakk flösku af ólyfjan
en eftir urðu níu.
Níu nískir Þjóðverjar
fóru seint að hátta.
Einn þeirra gaf þjórfé
og þá voru eftir átta.
Átta litlir hommatittar
vöknuðu klukkan tvö.
Einn þeirra gekk í Krossinn
og þá voru eftir sjö.
Sjö feitar Hvatarkonur
sátu og átu kex.
Ein þeirra át yfir sig
og þá voru eftir sex.
Sex ríkir gyðingar
sungu dimmalimm.
Einn þeirra lenti í ofninum
og þá voru eftir fimm.
Fimm latir listmálarar
héldu að þeir væru stórir.
Einn þeirra fékk launavinnu
og þá voru eftir fjórir.
Fjórir litlir Litháar
fóru að reka kýr.
Einn þeirra lenti í þjófavörn
og þá voru eftir þrír.
Þrír litlir Þingeyingar
þorðu nú ekki meir.
Einn þeirra dó úr monti
og þá voru eftir tveir.
Tveir litlir frímúrarar
þögðu nú eins og steinn.
Annar hann varð vitlaus
og þá var eftir einn.
Einn lítill múslimi
sá hvar gekk ein dama.
Hann gaf sig á tal við hana
og bað hennar með það sama.
Búrkustelpan sagði já
og svo fóru þau í bíó.
Þar hitt'ann fleiri stelpur
og loksins átt'ann tíu.
Og svo vil ég taka það fram að allur skáletraður texti er sóttur til annarra skrifara. Þessi pistill er því að mestu leyti "létt" yfirferð eða "gróf" samantekt á ýmsu því sem allir geta nálgast á netinu ef þeir (eða þær) hafa vilja til þess.
26.10.2007 00:25
Nú er lag.
408.Tólf af 63 alþingismönnum sem kosnir voru til starfa á Alþingi Íslendinga í vor tengjast Siglufirði á einhvern hátt. Nokkrir eru fæddir þar, foreldrar sumra eru þaðan eða afar, ömmur eða makar. Þetta eru 19,04% þingmanna, en íbúar Siglufjarðar eru um 0,4% Íslendinga.
Í þessum 12 manna hópi eru þrír ráðherrar. Fimm þingmannanna eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins (Birgir Ármannsson, Björk Guðjónsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson og Pétur H. Blöndal), þrír eru framsóknarmenn (Birkir Jón Jónsson, Höskuldur Þór Þórhallsson og Siv Friðleifsdóttir), tveir Samfylkingarmenn (Kristján Möller og Þórunn Sveinbjarnardóttir) og tveir úr Vinstrihreyfingunni grænu framboði (Álfheiður Ingadóttir og Katrín Jakobsdóttir).
Kristján Möller samgönguráðherra segir að þessi hópur sé þriðji stærsti þingflokkurinn. Hann safnaði þingmönnunum saman til myndatöku í Alþingishúsinu strax eftir þingsetningu.
Ofanritaður texti ásamt mynd er fengið að "láni" á mbl.is.
En fyrst við Siglfirðingar eigum að og höfum þá vænti ég stuðning þriðja stærsta þingflokksins á hinu háa Alþingi til allra góðra mála nyrðra, er þá nokkur spurning að beisla verður þessa orkulind mannauðsins meðan hún er fyrir hendi á þeim ágæta stað í þessu gríðarlega magni og nýta hana til framgangs dreifbýlinganna á Tröllaskaga. Það eru því miður ekki miklar tölfræðilegar líkur á því að svona verði lið vort skipað til frambúðar, en eins og segir á góðum stað: Neyta skal meðan á nefinu stendur.
Vegagerðarmenn hafa sagt við mig að vegurinn um Almenningana sé algjörlega ónýtur. Ekki að hann þurfi lagfæringa eða breytinga við, heldur var lýsingarorðið "ónýtur" notað í orðræðu þeirra sem verða að teljast fagmenn á sínu sviði. Ég hlýt því að skilja það þannig að honum sé ekki við bjargandi á nokkurn hátt, a.m.k. ekki til lengdar og verður þess vegna að leita einhverra lausna í samgöngumálum Fjallbýlinga til vesturs og suðurs. Og þar sem Héðinsfjarðargöngum verður varla frestað aftur úr því sem komið er, hlýtur að fara að verða tímabært að mynda þrýstihóp um næsta viðfangsefni. Það hljóta að vera göng milli Siglufjarðar og Fljóta, sem munu án nokkurs vafa og hvort sem er koma fyrr eða síðar. Það er leiðin sem Gestur Fanndal, Aage Schiöth og fleiri framsýnir menn vildu fara á sínum tíma þegar umræðan um Strákagöng var í gangi. Nokkuð sem svo margir hafa hugsað til undanfarin ár en fáir þorað nefna eða tala um, því það hefði væntanlega verið til þess eins að þyngja róðurinn fyrir endanlegu samþykki gerðar Héðinsfjarðarganga. Við hefðum þá líklega getað talað fyrir því máli þar til við hefðum orðið blá í framan án þess að margt hefði gerst. En þrátt fyrir svolítinn goluþeyting vegna þess máls út af nokkrum milljörðum til eða frá sem bæjarbúar áttu hvort sem er inni hjá hinum hluta þjóðarinnar, er líklega tímabært að blása til orrustu á ný. Við erum búin að safna liði og það er komið inn á þing, beitum þeim harðsnúna hóp fyrir vagninn og þeysum fram á völlinn. - Nú er lag.
22.10.2007 08:57
Thai style.
407. Við Smiðjuveg 4 í Kópavogi er líklega að finna eitt best varðveitta leyndarmálið á sviði asískrar matargerðar. Að vísu er það kannski ekki algjört leyndarmál lengur, því það hefur verið að spyrjast út smátt og smátt. Veitingastaðurinn "Thai style" er þar til húsa í húsnæði sem hefur alveg greinilega upphaflega verið byggt sem iðnaðarhúsnæði. Öll aðkoma svo og útlit hússins ber það síður en svo með sér að þarna sé að finna þær dýrindis krásir sem framreiddar eru þar í hádeginu dag hvern. Hvorki er því gert út á flottan "front" eða rándýrar innréttingar, heldur einungis það sem byggist á kunnáttu við matargerð sem í ég vil í þessu tilfelli miklu frekar kalla snilligáfu.
Hann heitir Oddur Oddsson en ég kann því miður ekki að rita nafn frúarinnar. Þau stofnuðu til reksturs veitingastaðarins Mekong fyrir rúmum áratug, en seldu fyrir þremur eða fjórum árum vegna þess að hann hafði hreinlega vaxið þeim yfir höfuð. Þau tóku sér u.þ.b. árs hlé til að safna kröftum fyrir næsta verkefni sem var að opna annan stað í Kópavogi þar sem opnunartími átti að vera styttri, en ekki allur sólarhringurinn undirlagður eins og áður hafði verið. Reksturinn fór rólega af stað en hefur aukist jafnt og þétt og nú er svo komið að húsnæðið er eiginlega sprungið. Ég hef farið nokkrum sinnum á Thai style en reyni að vera annað hvort rétt fyrir eða eftir mesta hádegishasarinn, því þá má reikna með að það geti verið talsverð bið eftir að borð losni. Samt hefur starfsemin aldrei og hvergi verið auglýst.
Það er að miklu leyti nokkuð harður kjarni fastagesta eða áhangenda sem minnir svolítið á trúarsöfnuð sem sækir staðinn, og óvíst er að einhver annar en Oddur og fjölskylda hans kæmist upp með svona nokkuð. Að loka bara eins og ekkert sé í heilar sjö vikur og fara í frí. Einhver mundi eflaust halda að þetta væri örugg leið til þess að hreinlega rústa rekstrinum. En eins og segir þá er engin regla án undantekninga, og hér er einmitt dæmi um þessa undantekningu sem um ræðir í frasanum. Daginn sem aftur var opnað var troðfullt út úr dyrum og þannig hefur það verið alla daga síðan þá.
Ég mæli með Stek með salthnetusósu sem sumar kalla bara svín á priki, Kjúklingur í massaman og Túnfisksalati (ofurheitu útgáfunni.)
16.10.2007 20:57
Hólshyrnudraugurinn.
406. Fyrir nokkrum vikum síðan var bloggað um meintan draugagang bæði uppi á Dyrhólaey og eins í Mýrdalnum. Það má nú vera nokkuð ljóst að vinur minn og fyrrum spilafélagi að norðan "Biggi Inga" hefur rennt augunum yfir þær pælingar, og hefur hann greinilega talið að full ástæða væri til að viðhalda umræðunni og leggur í því skyni sjálfur svolítið í púkkið.
Fljótlega eftir að við Maggi Guðbrands komum niður af Hólshyrnunni og myndir voru komnar á netið, fékk ég þessa senda frá áður nefndum ásamt fyrirspurn um hvort ég hefði nokkuð orðið var við hann þennan.
Það er sem sagt kominn alveg splunkunýr draugur til sögunnar sem á vafalaust eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. - Hólshyrnudraugurinn ógurlegi.
14.10.2007 15:53
Og úti er ævintýri.
405. 17 mánaða "hjónabandi" er lokið. Það verður að teljast svolítið Hollywoodlegt, en svona lætur hún stundum þessi undarlega tík sem við köllum pólitík. Og einhverjir þurfa því í kjölfar nýliðinna atburða að hefja leit að nýju lífi og það sem allra fyrst, ef þeir ætla sér að ná landi á undan keppinautunum og hefja sambúð með einhverjum sem er nýkominn á "kjötmarkaðinn." Einhvern tíma sagði líka einhver að pólitík snérist um val á milli framagosa og metorðasjúkra einstaklinga, en að sjálfsögðu er bara ljótt að tala svona. Allir vita að þeir sem bjóða sig fram til að vinna að framgangi góðra máli fyrir lýðinn í þessu landi, gera það af takmarkalítilli fórnfýsi þar sem hagsmunir heildarinnar eru þeir einu sem horft er til og hafðir að leiðarljósi.
"Gamli" meirihlutinn sem þrátt fyrir að vera tiltölulega kornungur, er allur og hefur fellt sína síðustu fjöður. Ég heyrði einhvern (sennilega sjálfstæðismann) tala um pólitískan undanflæming. Mér fannst svolítið undarlega að orði komist og datt í hug hvort ekki væri þá rökrétt að spyrja svona út í loftið: Villtist einhver undan einhverjum, hafði farið fram einhver pólitísk innræting farið fram þar sem aðeins komu við sögu tveir menn og það úr sitt hvorum flokknum og var þá annar að svíkja sannfæringu hins. Eða kom kannski einhver styggð að hjörðinni og eitt ráðvillt og sárlega jarmandi "lambið" rataði ekki til "móður" sinnar þrátt fyrir að tilheyra ekki strangt til tekið hjörð "móðurinnar?"
Hvernig ber annars að skilja orðasambandið "pólitískur undanflæmingur" í þessu tilfelli?
Ofvirkir svitakirtlar hafa líklega verið störfum hlaðnir í Valhöll síðustu dagana og þykkjulegt andrúmsloftið því væntanlega meðal annars mettað af þeirri starfsemi.
Ekki vildi ég vera þar um þessar mundir.
Ég heyrði annan (grunar sterklega að sá sé framsóknarmaður) lýsa yfir vanþóknun sinni og furðu á því að meintur undanflæmingur yrði ekki næsti borgarstjóri. Ég spurði hann hvort það væri alveg eðlilegt miðað við fylgið á bak við manninn.Hann horfði á mig um stund svolítið barnslega sakleysislegur á svipinn og virtist hissa á skilningsleysi mínu á hinu nýja pólitíska landslagi og augljósum sóknartækifærum sinna manna.
"En maðurinn er snillingur" sagði hann án þess að sjá ástæðu til að útskýra þá fullyrðingu neitt frekar og það kenndi svolítillar vorkunnar í röddinni.
Maður hristir nú bara höfuðið og leyfir flösunni að fjúka. Ég skal alveg viðurkenna að ég skil ekki margt af því sem hefur verið að gerast í henni Reykjavík undanfarið, enda áhuginn takmarkaður. Kannski af því að ég er Siglfirðingur með lögheimili í Hafnarfirði og merkjanlegan vott af höfuðborgarfælni.Ég horfði á myndina hér að ofan nokkra stund og upp í hugann komu orð sem einhver spekingur lét einhvern tíma falla.
"Kona þarfnast öryggis, eins og karlmaðurinn viðurkenningar." Ekki að það eigi við svona bókstaflega í þessu tilfelli, en skyldi þau geta átt við í "yfirfærðri" merkingu?
Ég veit ekki.
- 1