Færslur: 2011 Júní
27.06.2011 22:50
Til hamingju með daginn félagi
23.06.2011 00:19
Tónleikar að baki, ættarmót framundan
724. Það verður vart annað sagt en að tónleikarnir í Salnum í Kópavogi hafi tekist alveg ljómandi vel, og það jafnvel þó ég segi sjálfur frá. Það seldist upp fyrr í vikunni og myndaðist langur biðlisti að sögn forstöðumanns hússins. Það hefur því verið ákveðið að endurtaka leikinn, en þó ekki fyrr en að liðnu sumri því Salurinn verður lokaður vegna sumarleyfa næstu vikurnar. Það var óneitanlega gaman að sjá "stráka" eins og GunnarTrausta hafandi náð sæti á fremsta bekk rétt eins og í þrjúbíói hjá Oddi Tóra fyrir hálfri öld eða svo, og Ómar Ragnarsson skella sér á lær nokkrum sætaröðum aftar í hvert skipti sem Þuríður lét eitthvert gullkornið vaða.
Það var líka mjög skemmtilegt og ekki síður áhrifamikið að hlusta á Jóhann Vilhjálmsson syngja lagið "Lítill drengur" sem faðir hans, stórsöngvarinn Vilhjálmur Vilhjálmsson söng til hans fyrir hartnær fjórum áratugum. Viðtökurnar sem hann fékk voru líka frábærar, hver einasti maður í salnum reis úr sæti sínu, það var klappað og stappað bæði vel og lengi og þó nokkur tími leið þar til við gátum byrjað á næsta lagi. Svarfdælingurinn Júlli sem var hljóðmaðurinn okkar, sagði svo við okkur eftir tónleikana að hann hefi ekki betur séð en að einhverjir hefðu verið að reyna að klifra upp á sætisbökin þegar mest gekk á. En það er rétt að taka það fram að tónleikagestir virtust vera með allra dannaðasta móti, - alla vega svona framan af. Og svo var meðalaldurinn... - eigum við ekki bara að segja að fólkið í salnum hafi velflest verið búið að taka út fullan þroska. Það voru sem sagt allir í firna góðum fíling.
En með morgninum skal haldið norður yfir heiðar þar sem svolítið ættarmót verður haldið á Aðalgötunni um helgina.
13.06.2011 20:23
Frumlegur ferðamáti
723.
Fyrir þó nokkru síðan átti ég leið um Strandgötuna í Hafnarfirði um föstudagssíðdegi.
Það var farið frekar hægt yfir eins og svo oft á slíkum dögum, og ágætur tími
gafst því til að fylgjast með mannlífinu á gangstéttunum beggja vegna. Þegar ég
fór fram hjá Sparisjóðnum sá ég hvar lítil fjölskylda var að spássera úti í
góða veðrinu, en eitt var þó í óhefðbundnara lagi eins og myndin hér að ofan
ber glöggt með sér. Bíllinn fyrir framan mig stoppaði og ég gerði það þá líka.
Litla fjölskyldan hélt áfram för sinni, en ég dró myndavélina upp úr vasanum,
skrúfaði niður rúðuna og hugsaði með mér að þarna væri hið skemmtilegasta
myndefni á ferð sem vert væri að festa í flögu. Bíllinn á undan mér ók aftur af
stað og ég smellti af þegar ég ók fram hjá Bæjarskrifstofunum. Þetta hlýtur að
vera hinn skemmtilegasti ferðamáti fyrir ungu stúlkuna sem situr í kerrunni, en
það er líklega ekki verra að hafa nokkra plastpoka af stærri gerðinni upp á
vasann þegar farið í svona labbitúr og dráttardýrið skilar af sér afurðum
sínum.
10.06.2011 13:06
Tónleikar í Salnum
09.06.2011 07:42
Óþolandi umhverfissóðar
06.06.2011 22:06
Hvur skyldi eiga ammæli í dag?
720. Í dag er mánudagurinn 6. júni, það fer ekkert á milli mála að Bubbi Mortens á afmæli í dag og ég kæmist líklega ekki hjá að vita af því þó ég reyndi heilmikið til þess. Hann á plötu vikunnar á rás 2 og mun því fá verulega spilun næstu daga ofan á það sem venjulega gerist. Hann fékk að sjálfsögðu væna sneið af Katljósinu þar sem hann trúði landsmönnum fyrir því að nýja platan sem var að koma út í dag, væri að hans mati ein sú besta á ferlinum. Reyndar hef ég heyrt útgefendur hans nota orðatiltækið "ein sú besta til þessa" í hvert einasta skipti sem Bubbi gefur út plötu. En svo er dagurinn toppaður í "Færibandinu" þætti Bubba Morteins, þar sem Bubbi verður sjálfur gestur þáttarins. Það er vinur hans Óli Palli sem ætlar að leysa hann af sem spyril og stjórnanda, en hann hefur löngum reynst Bubba betri en enginn og haldið merki hans duglega á lofti í gegn um tíðina.
Er nokkur möguleiki á að um mismunun
af einhverju tagi sé að ræða, þegar kemur að aðgengi íslenskra tónlistarmanna
að útvarpi allra landsmanna? Ég skal ekki segja.
04.06.2011 19:46
Stólar með karakter
03.06.2011 20:04
Þeir fiska sem róa
02.06.2011 01:36
Varnaðarorð úr fortíðinni
01.06.2011 02:52
Á þeim Græna
Eftir tónleikana lá svo leiðin á Sigló þar sem verður staldrað við í einhverja daga og "pínulítið ættarmót" undirbúið.
- 1