12.04.2012 00:08
Aftur í "skóla"
812. Í gær settist ég á skólabekk eftir langt, langt, langt hlé, svo að á næstunni mun koma í ljós hve alvarleg áhrif teflonlagið hefur á geymslumöguleika upplýsinga. En þar sem ég er ekkert allt of öruggur með mig í þessu næstum því steingleymda umhverfi, er líklega best að geyma frekari umræðu um málið þar til á síðari stigum þess, því kannski guggna menn bara og pakka, - hver veit?
05.04.2012 00:13
Teflon heilkennið
28.03.2012 11:26
Nokkur orð um þjónustufyrirtækið Bílaraf
810. Undanfarið hef ég
ítrekað orðið var við einhverjar leiðinda rafmagnstruflanir í bílnum mínum sem
hafa ágerst með tímanum og ég fór því með hann á verkstæði. Eftir að hafa lýst
vandræðum mínum (og bílsins) fyrir eiganda verkstæðisins, klóraði hann sér
svolítið vandræðalega í hnakkanum og það mynduðust fíngerðar áhyggjuhrukkur á
enninu.
"Sko við hérna erum svolítið
mikið af gamla skólanum og erum helv. góðir í að
Ég skildi svo sem alveg afstöðu
hans til verkefnisins, veit vel að rafmagnsbilanir og slit snertiflata úr málmi
eru í eðli sínu gjörólík mál, þakkaði fyrir spjallið og fór á næsta verkstæði.
Þar voru svörin á mjög svipuðum nótum, en þó var fallist á með semingi að kíkja
í það minnsta aðeins á málið eftir svolítla ýtni af minni hálfu. Daginn eftir
var hringt í mig.
"Þú mátt sækja bílinn, ég er
búinn að liggja í honum í allan morgun og finn ekki neitt. Þú verður að fara
með hann á verkstæði þar sem menn eru aðallega að fást við bílarafmagn. Prófaðu
Bíljöfur eða Bílaraf".
Ég fór með bílinn í Bílaraf sem
er í göngufæri frá heimili mínu. Þar var mér ágætlega tekið og mér fannst
einhvern vegin á manninum á bak við deskinn, að þetta gæti varla verið svo mjög
flókið mál. Daginn eftir heyrði ég ekkert frá Bílaraf, en daginn þar á eftir
var hringt.
"Þú mátt endilega sækja
bílinn þinn. Við erum búnir að kíkja á þetta og okkur líst ekkert á þessa
bilun. Við viljum alls ekki taka þetta verkefni að okkur. Þú þarft ekkert að
borga, komdu bara, náðu í hann og farðu með hann".
Ég varð svo klumsa að ég
vissi eiginlega ekki hverju ég ætti að svara manninum í símanum. En ég náði í
bílinn og í gær birtist ég aftur hjá bifvélavirkja númer tvö. Hann leit upp,
glotti út í annað og spurði:
"Og sit ég þá uppi með þig"?
24.03.2012 22:25
Hver er þessi gamli kall?
809. Ég vissi satt best að
segja ekki alveg hvernig ég ætti að svara spurningunni sem einn afkomandi
"Hvaða gamli kall er að spila
þarna með Jet Black Joe"?
"Þetta er hann Maggi
Kjartans" svaraði ég eftir að ég hafði jafnað mig svolítið.
Ég velti fyrir mér hvort
þessi þekkingarskortur væri einungis bundinn við Júdasarforingjann.
"Kannastu ekki við hljómsveitina
Júdas"?
"Aldrei heyrt hana nefnda" var
svarið.
"Trúbrot"?
"Kannast við nafnið".
"Shady Owens"?
"Ekki viss".
"Haukar"?
"Ekki séns".
"Flowers"?
"Aldrei".
"Dátar"?
"Glætan".
"Ævintýri"?
"Hvað er nú það"?
Nú liggur fyrir að á
heimilinu verði haldið a.m.k. þriggja vikna námskeið til að byrja með í hagnýtum
poppfræðum og eftir á að hyggja...
...þá er þetta líklega allt
saman mér að kenna.
20.03.2012 14:11
"Vanir Menn" á ferð
18.03.2012 04:23
Lísa spjallar við Axel Einars
Axel á Icecross árunum.
807. Einu sinni enn er vinur
13.03.2012 23:44
2007
806. Ég hélt að bæði klukkan og dagatalið hefðu hökt svolítið eða jafnvel hrokkið upp úr fari sínu þegar ég átti leið um Vellina í Hafnarfirði um sexleytið í dag. Ég væri nú orðinn fimm árum yngri og árið 2007 aftur gengið í garð með öllum þeim ósköpum sem því fylgdi. Á undan mér skreið hvít og ógnarlöng glæsikerra eftir malbikinu í ólýsanlegum virðuleik, en eitthvað sagði mér að farþegarnir hefðu ekki greitt fyrir aksturinn úr eigin vasa. Getur verið að þarna hafi verið á ferðinni nokkrir strákar um fermingu á leið í "barnaafmæli" og einhver þeirra ætti hugsanlega ríkan pabba, - eða hvað? Ég hélt að það sem fyrir augu bar væri nokkuð sem heyrði sögunni til og ætlaði varla að trúa mínum eigin augum, en þá mundi ég eftir að sagan endurtekur sig víst alltaf. Það sem einu sinni hefur gerst, mun nokkurn vegin örugglega gerast aftur. Limmóinn leið yfir Vellina eins og fjórmöstruð skonnorta með öll segl uppi, en farþegarnir stóðu hins vegar bæði upp úr þaki hennar svo og út úr öllum gluggum. Það var eitthvað ósamræmi í öllum herlegheitunum og ég seildist eftir myndavélinni og tók nokkrar myndir út um framrúðuna. Mér var greinilega veitt athygli því strákarnir veifuðu og bílstjórinn hægði ferðina og beygði síðan inn á bílastæði þar sem hann beið þar til ég var komninn framhjá.
Hann ók þá aftur af stað og drengjahöfuðin hurfu eitt af öðru inn í eðalvagninn.
08.03.2012 21:52
Vafasöm umboðssala
805. Á enn einu flakkinu um netheima rakst ritari þessa greinarstúfs á eftirfarandi auglýsingu:
"Umboðssalan
husgogn.net er netverslun sem hefur vöruhúsnæði í Miðhrauni 15. 210 Garðabæ,
þar sem hægt er að nálgast þær vörur sem eru á heimasíðu verslunarinnar.
Til að koma með vöru í sölu hjá okkur biðjum við um að eigandi þeirra sendi myndir og ítarlegar upplýsingar um vöruna á netfangið husgogn@husgogn.net einnig eru skilmálarnirnir sem hér segja:
Umboðslaun eru 25% af
söluverðmæti vörunnar að viðbættum 25,5% virðisaukaskatti. Söluandvirði
vörunnar að frádregnum sköttum og kostnaði legst inn á reikning eiganda
vörunnar.
Umboðssalan
skuldbindur sig til að hafa vöruna í umboðssölu og skráða á heimasíðunni
husgogn.net í 7 vikur. Seljist varan á því tímabili skal umboðssalan greiða
andvirði hennar inn á reikning eiganda vörunnar.
Seljist varan ekki
innan tiltekins tíma skal umboðssalan tilkynna eiganda með tölvupósti um
endanlok samnings þessa og eigandi vörunnar sækja hana innan 4 daga eftir að
samningi lýkur. Ef varan er ekki sótt innan tiltekins tíma telst umboðssalan
eigandi vörunnar og getur ráðstafað henni að vild.
Umboðssalan ber enga
ábyrgð á hugsanlegum göllum á vörunni né skemmdum sem varan getur orðið fyrir.
Umboðssalan
skuldbindur sig til að vera með vöruna til sýnis á heimasíðuni husgogn.net
meðan að þessi samningur er í gildi.
Eigandi getur ekki rift samningi þessum á ofangreindum gildistíma en óski eigandi að taka vöruna úr umboðssölu innan tímaramma samningsins skal hann greiða 15% af söluandvirði vörunnar að viðbættum virðisaukaskatti til seljanda".
Eftir að hafa lesið auglýsinguna vel og vandlega yfir og sumar málsgreinar hennar reyndar oftar en einu sinni, var ekki laust við að svolítill pirringur gerði vart við sig vegna þess sem þar bar fyrir augu. Tökum nokkur dæmi.
"Umboðslaun eru 25% af söluverðmæti vörunnar að viðbættum 25,5% virðisaukaskatti".
Seljandi heldur því eftir 68.625% af andvirði hins selda. Það má auðvitað hafa mismunandi skoðanir á því hvað sé sanngjarnt og hvað ekki, en kannski er þarna um að ræða þokkalega útkomu fyrir seljandann ef varan selst á annað borð, því varla er hægt að halda því fram með góðri samvisku að ásett verð sé á lægri nótunum.
Svo er sett fram áætlun um söluferli sem miðað er við að standi í sjö vikur. Það er auðvitað ágætt að vera skipulagður og hnitmiðaður í athöfnum sínum, en böggull fylgir skammrifi og skemmda rúsínan í pylsuendanum lætur sig ekki vanta.
"Seljist varan ekki innan tiltekins tíma skal umboðssalan tilkynna eiganda með tölvupósti um endanlok samnings þessa og eigandi vörunnar sækja hana innan 4 daga eftir að samningi lýkur. Ef varan er ekki sótt innan tiltekins tíma telst umboðssalan eigandi vörunnar og getur ráðstafað henni að vild".
Þarna er seljanda og eiganda sett frekar þröng tímamörk. Reyndar svo þröng að telja verður líklegt að margir sofni á verðinum og vakni síðan upp við vondan draum á fimmta degi eða enn síðar. En ef þeir þekktu réttarstöðu sína þyrftu þeir ekkert að óttast, því að einhliða sett regluverk eins og þau sem fela í sér eignaupptöku í einhverri mynd eru kolólögleg. Reynt hefur á slíkt m.a. í sambærilegum málum þar sem verkstæði í ýmsum geirum, innrömmunarfyrirtæki og fatahreinsanir hafa átt í hlut, en þeir aðilar tapað svoleiðis málarekstri í öllum tilfellum. Enginn getur tekið sér rétt til að leysa til sín ósóttar eigur annarra nema að undangengnu opinberu uppboði. En það eru alltaf til einhverjir óprúttnir aðilar sem eru tilbúnir að nýta sér vankunnáttu fólks og svo er auðvitað hugsanlegt er að þeir viti ekki betur sjálfir í mörgum tilfellum.
"Umboðssalan ber enga ábyrgð á hugsanlegum göllum á vörunni né skemmdum sem varan getur orðið fyrir".
Jafnvel ekki einu sinni ef hún skemmist í hennar vörslu eða af völdum starfsmanna hennar?
".óski eigandi að taka vöruna úr umboðssölu innan tímaramma samningsins skal hann greiða 15% af söluandvirði vörunnar að viðbættum virðisaukaskatti."
Allt er á eina bókina lært og fært. Annar aðilinn seilist ansi langt í að tryggja sig og ber alltaf eitthvað úr býtum nánast sama hvernig málum lyktar, axlar enga ábyrgð og hefur í hótunum um eignaupptöku, en hinum eru settir þröngir kostir og ber allan þann skaða og/eða kostnað sem fallið getur til. Ekki beint sanngjarnt.
Ég mæli með því að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það nýtir sér þjónustu af þessu tagi.
05.03.2012 16:58
Allir eru að hlaupa
804. Sagt er að öll hreyfing
sé alveg meinholl og líklega er verulega mikið til í því. Ég rakst á nokkur stórskemmtileg
dæmi um hvað fær fólk í hinum ýmsu heimshlutum helst til að taka sprettinn, en
þar hafa mjög mismunandi hefðir og venjur greinilega mikið vægi.
04.03.2012 03:02
Myndavélaleysi
803. Stundum er alveg hábölvað að
hafa gleymt myndavélinni heima, því myndefnið hreinlega raðast upp fyrir framan
nefið á manni. Ég átti leið um Tryggvagötuna í dag, en komst lítið áfram því
Kolaportið hafði verið að loka og þeir sem þaðan komu fylltu allar götur og öll
stæði í nágrenni við þann merka stað. Ég dólaði áfram stutta vegalengd og
stoppaði, tók aftur af stað, komst nokkrar bíllengdir og var svo aftur stopp.
Ég veitti athygli gamalli konu sem stóð á gangstéttarbrún og studdist við einfalda göngugrind sem leit út eins og tvöföld hækja. "Skildi hún vera á leið yfir götuna" hugsaði ég með mér og stoppaði. Sú gamla sem ég áætlaði við fyrstu sýn að gæti vel verið eitthvað á níræðisaldri, lagði af stað milli bílanna og staldraði við þegar hún var komin upp að bílstjórahurð á stórum húsbíl. Hún lagði þá frá sér grindina, teygði sig upp og opnaði. Því næst klifraði hún upp og inn í hann með nokkrum erfiðismunum. Þegar hún hafði komið sér fyrir í ökumannssætinu sá ég hvar grindin hvarf á eftir henni upp í bílinn og hurðin lokaðist. Þetta þótti mér allt með miklum ólíkindum og ekki minnkaði undrun mín þegar ég var kominn fram fyrir bíl þeirrar öldruðu og ég sá hann var með einkanúmerið SEX 666. Það var aldeilis. Skyldi sú gamla vera að reyna að koma einhverjum skilaboðum til nærstaddra? Ég var svo öldungis hlessa og það var ekki laust við að svolitlar brosviprur mynduðust í kring um munnvikin.
Umferðin þokaðist áfram, ég
tók eftir því að bíllinn næst á undan mér var líkbíll og ég velti fyrir mér
hvort það væri einhver farþegi um borð. Bílaröðin mjakaðist löturhægt áfram og
þegar ég er að nálgast "Bæjarins bestu" beygir líkbíllinn úr úr röðinni, Hemmi
Jónasar snarast út og smellir sér í "pylsuröðina".
Líklega hefur hann verið
einn í bílnum eða hvað veit ég annars. Ég sá ekki hvort hann keypti eina pylsu eða tvær...
29.02.2012 02:57
Perla fyrir fimmtíukall
802. Mér finnst ákaflega gaman að gramsa svolítið og skoða gamalt dót. Vitandi að sumt af því á sér eflaust bæði langa og merka sögu sem er því miður í flestum tilfellum gleymd og týnd. Gamlir hlutir með sál sem fáir eða engir kannast lengur við heilla mig svolítið. Minningar sem búið er að yfirgefa vekja upp fortíðarþrá frá eigin brjósti og á eigin forsendum. Kitla mína innbyggðu tímavél. Þetta eru mismikið notaðir hlutir, velktir, lúnir, brotnir, beyglaðir, upplitaðir, máðir og slípaðir af tímans tönn og elli kerlingu. Þess vegna finnst mér í senn bæði skemmtilegt og fróðlegt að kíkja á nytjamarkaðina sem hefur farið fjölgandi síðustu árin. Kannski eftir að kreppan fór að bíta í rófubeinið á landsmönnum, að minnsta kosti suma þeirra og þá helst þá sem síst máttu við að harðnaði á dalnum. Markaðurinn brást þá við með því að bjóða þeim eitt og annað sem nýtilegt getur talist á afar sanngjörnu verði og viðbrögðin létu vissulega ekki á sér standa. Voru þetta þá kannski eðlileg viðbrögð hins frjálsa hagkerfis gæti einhver spurt eða var þetta eitthvað sem hefur hvort sem er alltaf vantað? Kannski einfaldur kapítalismi í umbreyttri og mun mýkri mynd en þekktist á bólutímabilinu? Kannski markaðurinn að svara kalli breyttra tíma? Jú líklega, því eftirspurnin var meiri en framboðið. Alla vega var það þannig fyrst í stað og nytjamörkuðunum hefur því farið talsvert fjölgandi síðustu misserin.
Góði Hirðirinn við Fellsmúla, Samhjálp við Stangarhyl, ABC barnahjálp við Skútuvog, Hjálpræðishersbúðirnar við Garðastræti og úti á Granda, Rauðakrossbúðirnar við Laugaveginn í Reykjavík og Strandgötu í Hafnarfirði er það sem kemur upp í hugann strax í fyrstu lotu.
Góðhjartað fólk og velviljuð fyrirtæki hafa verið sá bakhjarl sem hefur gert aðstandendum flestra þessara nytjamarkaða kleift að reka þá og fjármagna starfemi sína í leiðinni með því að fylla upp í hillurnar sem hafa oftar en ekki orðið svolítið tómlegar þegar annasamur dagur hefur verið að kvöldi kominn. Og það er vel því málstaðurinn er góður.
Fyrir nokkrum dögum átti ég leið upp í Stangarhyl og sá að það var útsala á bókum. Tíu bækur á fimmhundruðkall, og ég setti auðvitað upp gleraugum. Til gamans má geta þess að þar var líka mættur Gyrðir nokkur Elíasson stórskáld og handhafi Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2011, en ég rekst oft á hann á þessum stöðum sem ég nefndi hér að ofan.
Ég fann til einar tuttugu bækur sem ég greiddi fyrir lítinn þúsundkall og þóttist hafa gert hin ágætustu kaup sem urðu þó enn betri við nánari skoðun.
Ein bókanna heitir "HALLBJÖRG", undirtitill er "eftir sínu hjartans lagi" og hún er skráð af Stefáni Jökulssyni.
Þar er farið yfir magnað lífshlaup söngkonunnar Hallbjargar Bjarnadóttur, stúlkunnar með raddirnar þrjár, en hún hafði ótrúlegt raddsvið og söng jöfnum höndum bassa, tenór og alt. Hún var fyrsti Íslendingurinn sem steig á svið í Royal Albert Hall, lærði fyrst söng hjá Benedikt Elvar (sem var faðir Árna Elvar), sigldi á vit ævintýranna og sigraði heiminn, sigraði síðan Ísland þegar hún kom aftur heim. Hún söng í Gamla bíói í Reykjavík á stríðsárunum, Nýja bíói á Akureyri, hjá Tóra á Siglufirði á síldarárunum og alls staðar var hún sigurvegari. Eftir það fór hún utan, sigraði heiminn aftur og söng m.a. með ekki ófrægari manni en Nat King Cole.
Svo sat hún fyrir hjá Kjarval sem fáar konur hafa líklega gert.
Hallbjörg var fædd í Hjallabúð á Brimisvöllum sem eru í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi en ólst upp á Brunnastöðum á Akranesi. Hún fór ung utan og bjó lengst af í Danmörku en einnig í Bandarríkjunum um nokkurra ára skeið. Hún flutti aftur heim til Íslands árið 1992. Hallbjörg átti tvær systur, Kristbjörgu sem var reyndar tvíburasystir Hallbjargar og Steinunni sem var nokkrum árum yngri. Og allar urðu þær ýmist söng og/eða leikkonur.
Hallbjörg var fædd þ. 11. apríl árið 1915 og andaðist á Íslandi þ. 28. September árið 1997.
Einnig má geta þess að revíusöngkonan og leikkonan Steinka Bjarna söng með Stuðmönnum á plötunni Sumar á Sýrlandi lagið "Strax í dag".
Ég var með Badda
á bjúkkanum í gær.
Ég var með Lilla
á lettanum í dag.
Og heitasta óskin
er sú.
Að hann Kalli
komi kagganum í lag,
strax í dag.
Þegar heim var komið opnaði
ég eina bókina og sá þá að eitthvað var ritað á saurblaðið. Ég ætlaði ekki að
trúa mínum eigin augum þegar ég áttaði mig á hvernig í pottinn var búið.
Ef farið er er inn á slóðina http://www.youtube.com/watch?feature=endscreen&NR=1&v=hZ4BODQe1RA má sjá Hallbjörgu á hressilegu spjalli hjá Hemma Gunn þar sem hún tekur einnig lagið, þá orðin 75 ára gömul.
23.02.2012 19:25
Gramsað í gömlum málum
801. í nýliðinni viku réðist ég í talsvert stórvirki sem lengi hefur verið ofarlega á listanum yfir það sem bráðnauðsynlegt hefur verið talið að hrinda í framkvæmd. En það var að taka til í geymslunni, henda öllu því sem var hægt að henda með þokkalegri samvisku og ganga síðan frá því sem eftir væri á sæmilega snyrtilegan hátt. Sem sagt allt í röð og reglu eða þannig. Það er vægt til orða tekið að það hafi kennt ýmissa grasa í öllu því sem farið var höndum (og augum) um og margt var þarna sem teljast verður stórskemmtilegt. Í það minnsta afar fróðlegt og oft vel til þess fallið að vekja upp gamlar og hálfgleymdar minningar um löngu liðna tíð.
Meðal annars rakst ég á heilmikinn bunka af notuðum ávísanaheftum sem ég blaðaði lengi í og vöktu talsverða kátínu hjá afkomendum mínum, en sumir þeirra hafa aldrei á ævinni notað þessa aðferð við að greiða fyrir vörur og/eða þjónustu.
Með lestri á svuntum
ávísanaheftanna sá ég að ég hafði á árinu 1986 greitt kr. 7.200 í júní fyrir
þýðingu á heimildamyndinni Bermúda þríhyrningnum sem við hjá Videóbirninum
gáfum síðan út og heilar 27.000 kr. fyrir prentun í Sólnaprenti á fjórum
videókápum. Það hefur verið talsvert flandur á mér í ágústmánuði, því ég tek
bensín á Hellu fyrir 560 kr. til að komast í bæinn, kaupi dekk á Akureyri fyrir
2.170 kr., annað í Stykkishólmi á 2.240 kr. í vikunni á eftir og tek bensín í Ólafsvík fyrir 900
kr., en á þessum tíma vann ég fyrir mér sem sölumaður og fór þá gjarnan einn
hring um landið í hverjum mánuði allan ársins hring. Ég keypti mér bíl fyrir
75.000 í október og borgaði Jonna tannlækni með 10.000 ávísun fram í tímann og
annari upp á rúman 7.000 sem mátti fara inn strax, dekkjagang sem kostaði
kominn undir 12.840 í nóvember.
Í janúarmánuði 1987 heimsótti
mig virðulegur kvikmyndagerðarmaður sem kynnti sig og sagðist heita Reynir
Oddsson. Ég man að við tókum langt og mikið tal saman sem endaði með því að ég
keypti af honum óseldan lager af íslensku myndinni "Morðsaga" sem hann framleiddi
og leikstýrði. En þar sem svuntan á ávísanaheftinu hefur blotnað og blekið
runnið svo kyrfilega til að það er með öllu ólæsilegt sem á henni stendur, sé ég ekki hvað sú fjárfesting hefur verið stór.
Þá sé ég að ég hef greitt út
laun til "Frikka" upp á heilar 6.015 krónur, en umræddur "Frikki" er athafnamaðurinn
þekkti Friðrik Weisshappel sem þá var nýorðinn 17 ára og tók eina og eina kvöldvakt með skólanum.
Þá keypti ég nokkuð öflugan
tjakk upp á 1.000 kall í febrúar, fáeinum dögum síðar fór 300 kall í taxa og í
ágúst fór ég með fötin mín í hreinsun og borgaði fyrir það 265 krónur.
Þann 16. nóvember hef ég verið staddur á Akureyri og líst greinilega ekki betur en svo á færðina, að ég
fjárfesti í rándýrum keðjum upp á heilar 4.050 kr. Tveimur dögum síðar verður
dekk ónýtt á Ísafirði svo það verður að kaupa nýtt sem kostar 3.373 kr. komið
undir bílinn. Í desember gerði ég mér ferð upp í Bíóhöll til Árna Sam og
verslaði stórt, því þar hef ég gefið út ávísanaröð upp á hvorki meira né minna
hálfa milljón og allt fram í tímann og fimm hundraðþúsundkallar duttu inn á næstu
fimm vikunum. Þarna var ég að versla bæði fyrir Videóbjörninn sem ég rak ásamt
Guðnýju Reimarsdóttur endurskoðanda og þó heldur meira fyrir þá félaga Jóstein
Kristjánsson og Björn (faðir Selmu Björns söngkonu) sem ráku á þessum tíma
Sesarvideo við Grensásveg og Neróvideó við Austurberg, en þeir munu þá hafa
verið í viðskiptabanni hjá Árna.
Í janúar 1988 hófst árið á því að tekið var bensín fyrir 200 krónur, ég greiddi Bjarna Harðar hluta af kaupverði íbúðarinnar að Suðurgötu
24 á Sigló í febrúar upp á heilar 30.000 krónur og ég gerðist helmingseigandi að Laugarásvideó í maí.
Og svo mætti lengi telja.
14.02.2012 08:43
Smalað með súrum hval, hákarli og brennivíni
800. Á dögunum var ég að
spila á afar vel heppnuðu þorrablóti austur í Mýrdal. Það var dansað til
klukkan 3 eins og reglugerðin segir til um, en þá var ennþá svo mikið stuð á
gólfinu að það þótti full ástæða að bæta við nokkrum aukalögum. Fyrst var
framlengt um korter, en sagan endurtók sig og aftur var framlengt um korter.
Þegar klukkan var orðin 3.30 var útlit fyrir að enn yrði haldið áfram örlítið
lengur, en þá fengum við skýrar meldingar frá húsráðanda um að nú væri nóg
komið að sinni. Eftir að við höfðum pakkað saman og tilbúnir til heimferðar,
var sest inn í eldhús yfir svolítinn aukaþorrabita og spjall fyrir brottförina.
Við fengum þá m.a. að heyra söguna um hina úrræðagóðu nefndarmenn og smölunina
sem fór fram síðustu dagana fyrir blót sem verður væntanlega lengi í minnum
höfð.
Mannamótið hafði verið auglýst með venjubundnum hætti og boð látin út ganga meðal íbúa sveitarinnar, þar sem óskað eftir að þeir sem hyggðust taka þátt í gleðinni tilkynntu þáttöku eigi síðar en þann 28. jan. Dagarnir liðu, nefndin fundaði stíft og safnaði í skemmtiatriðasarpinn, en fimmtudaginn 26. jan. eða tveimur dögum áður en fresturinn rann út var útlitið allt annan gott, því aðeins einn hafði lýst áhuga sínum á að mæta. Það leit því ekki sérlega vel út með blótið og einhverjir höfðu á orði að þetta yrði líklega svanasöngur þessarar gömlu hefðar. Nú voru góð ráð dýr, en dugandi fólk drepst ekki ráðalaust. Nefndin skipti liði og hélt af stað í húsvitjanir, nestuð súrum hval, hákarli og íslensku brennivíni. Bankað var upp á á hverjum bæ í sveitinni, boðskapurinn kynntur og safnað liði. Árangurinn varð fjölmennasta þorrablót í áraraðir.
10.02.2012 11:06
Bréf (eða erindisbréf)
799. Mér hefur alltaf þótt
frekar skemmtilegt að fá bréf, og þá meina ég svona alvöru bréf frá einhverjum
sem maður þekkir en ekki t.d. einhvern súran og þurran gluggapóst eða því um líkt.
Því miður hefur sá góði siður að mestu lagst af eins og svo margt úr fortíðinni
sem veruleg eftirsjá er í. En þegar eitt hverfur, þá kemur alltaf eitthvað annað
og fyllir skarðið, en hvort það er svo verra eða betra er umdeilanlegt. Við
erum vissulega ennþá alltaf að fá bréf og mikið af þeim, þó þau séu orðin í
rafrænu formi í samræmi við nútímann og samskiptin manna á millum hafa örugglega
aldrei verið meiri. Er þá nokkur ástæða til að kvarta og er nokkurs að sakna?
Ég fékk bréf síðast í gær.
Það var mjög einlægt, vinalegt, fullt af kærleika og með ólíkindum persónulegt þó ég muni ekki eftir sendandanum
í augnablikinu, en líklega hefur hann eða réttara sagt hún bara liðið mér úr
minni um stundarsakir og ástæðan hlýtur að vera andleg hrörnum og elliglöp. En
mér finnst andinn í bréfinu svo innilega jákvæður og hugarfarið sem að baki býr
svo þrungið velvilja og væntumþykju í
Ég get ekki setið á mér að birta þetta fallega bréf þó ég viti vel að það eigi að vera bæði einkamál og í leiðinni leyndarmál mitt og hennar Zianab sem ég man því miður ekki eftir í augnablikinu eins og áður segir, en það gæti auðvitað rofað til á góðum degi...
-
"Halló
Halló mín kærust vin. Ánægja
mín að hitta þig, og hvernig ert þú að
Kveðja. Zianab........."
08.02.2012 15:47
Fálkaorða til sölu
798. Mig rak í rogastans
þegar ég sá fálkaorðu auglýsta til sölu á smáauglýsingavefnum bland.is.
Eftirfarandi úrdrátt úr reglugerð um Hina íslensku fálkaorðu er að finna á
vefnum http://www.forseti.is
"Tillögur með tilnefningum
verða að berast með formlegum hætti, skriflegar og undirritaðar. Þar skal rekja
æviatriði þess sem tilnefndur er og greina frá því starfi eða
framlagi til samfélagsins sem talið er að sé þess eðlis að heiðra beri viðkomandi
fyrir það með fálkaorðunni. Fleiri en einn geta undirritað tilnefningarbréf en
aðalreglan er að undirskrift eins nægir. Orðunefnd berast á hverju ári um
80-100 tilnefningar. Við andlát þess er fálkaorðuna hefur hlotið ber erfingjum
hans að skila orðuritara orðunni aftur".
Orðunni er því samkvæmt
ofansögðu ekki ætlað að fara á flakk þegar fram líða stundir, en auglýsingin
var orðuð með eftirfarandi hætti akkúrat og nákvæmlega:
"Er með til sölu fákaorðu,
hún er einhverra áratuga gömul og veit ekki uppruna hennar. Óska eftir tilboði
og sendist það á mail verdlaunagripir@simnet.is
Ég keypti hana á uppboði í
-
Svo mörg voru þau orð...