10.06.2011 13:06
Tónleikar í Salnum


09.06.2011 07:42
Óþolandi umhverfissóðar

06.06.2011 22:06
Hvur skyldi eiga ammæli í dag?
720. Í dag er mánudagurinn 6. júni, það fer ekkert á milli mála að Bubbi Mortens á afmæli í dag og ég kæmist líklega ekki hjá að vita af því þó ég reyndi heilmikið til þess. Hann á plötu vikunnar á rás 2 og mun því fá verulega spilun næstu daga ofan á það sem venjulega gerist. Hann fékk að sjálfsögðu væna sneið af Katljósinu þar sem hann trúði landsmönnum fyrir því að nýja platan sem var að koma út í dag, væri að hans mati ein sú besta á ferlinum. Reyndar hef ég heyrt útgefendur hans nota orðatiltækið "ein sú besta til þessa" í hvert einasta skipti sem Bubbi gefur út plötu. En svo er dagurinn toppaður í "Færibandinu" þætti Bubba Morteins, þar sem Bubbi verður sjálfur gestur þáttarins. Það er vinur hans Óli Palli sem ætlar að leysa hann af sem spyril og stjórnanda, en hann hefur löngum reynst Bubba betri en enginn og haldið merki hans duglega á lofti í gegn um tíðina.
Er nokkur möguleiki á að um mismunun
af einhverju tagi sé að ræða, þegar kemur að aðgengi íslenskra tónlistarmanna
að útvarpi allra landsmanna? Ég skal ekki segja.
04.06.2011 19:46
Stólar með karakter

03.06.2011 20:04
Þeir fiska sem róa

02.06.2011 01:36
Varnaðarorð úr fortíðinni

01.06.2011 02:52
Á þeim Græna

Eftir tónleikana lá svo leiðin á Sigló þar sem verður staldrað við í einhverja daga og "pínulítið ættarmót" undirbúið.
27.05.2011 12:56
Og svolítil viðbót um Önnu Láru

25.05.2011 07:30
Anna Lára þriðja hæst

714. Þegar ég var að grúska í gömlum blöðum á dögunum vegna annarra mála, rakst ég á þessa skemmtilegu grein sem birtist í Frjálsri Verslun vorið 1941. Ég renndi fyrst lauslega yfir byrjunina og snarstoppaði svo á "Anna Lára". Ég fullvissaði mig um að þarna væri átt við okkar Siglfirsku Önnu Láru sem verslaði á Túngötu 1, Tórahorninu og síðast á Aðalgötu 28 þar sem Bakaríið er núna, en hóf síðan lesturinn á ný. Í seinni yfirferðinni drakk ég í mig hvert einasta orð og sleppti engu. Þar segir m.a. síðar í greininni.
"Ýmiskonar félagsskapur er starfræktur í Verzlunarskólanum, málfundafélag, taflfélag, bindindisfélag og ýms bekkjarfélög. Blöð eru gefin út, sum vélrituð eða fjölrituð bekkjarblöð, en skólablaðið Viljinn, sem komið hefur út í 32 ár, er nú prentað blað, og sömuleiðis Verzlunarskólablaðið, sem kemur út árlega í sambandi við nemendamót skólans. Þar geta menn lesið ýmsar nánari frásagnir, en hér eru fluttar, um skólastarfið og félagslífið. Tvær höfuðsamkomur héldur skólinn árlega, árshátíð og nemendamót. Sú fyrri er dansleikur, sú síðari einnig samkoma með all umfangsmikilli dagskrá, sem nemendurnir annast sjálfir. Þar er venjulega söngur, og ræðuhöld og leiksýning, í ár voru t.d. fluttir tveir smáleikir, Alibi Ingimundar, og Blessuð Abyssiniubörnin, sem var gamanleikur úr skólalífinu, eftir nemanda í skólanum. Einnig var leikfimissýning pilta og ein stúlka sýndi listdans, og loks var vélritunarsýning. Meðal annara skemmtana, sem nemendur hafa haldið uppi innan skólans í vetur, má nefna grímudansleik, sem fór mjög vel úr hendi, spilakvöld og skákkeppnir og knattspyrnukeppni og handknattleikskeppni. Þá hefir skólinn haft opna lesstofu, með allmiklu af blöðum og tímaritum og bókum, og nokkrir sérnámsflokkar voru starfandi. Bóksalan, sem kaupir og selur notaðar námsbækur,hefir nú starfað í átta vetur, og skólaselsnefndin, sem vinnur að því að koma upp útibúi frá skólanum, eða skólaseli, hefir einnig starfað í vetur.
24.05.2011 11:49
Bátur eða bíll


21.05.2011 22:41
Þrír páfar, Siggi Ægis og ég

Árið 2000 varð sá síðarnefndi að taka til
Ég ætlaði reyndar ekkert að minnast á neina páfa og þess konar kjólklæddar
prjáldúkkur þegar ég settist að þessu sinni niður við tölvuna, - það bara gerðist.
En ég fékk myndina hér að ofan senda frá Gunnari Trausta vini mínum og
fyrrum nágranna. Mér finnst hún bara býsna skemmtileg og mér datt si svona í
hug að líklega kemst ég aldrei nær því að verða tekinn í dýrlingatölu en að
standa við hliðina á Sigga Ægis.
20.05.2011 21:17
Núllkall

711. Einhverju
sinni fyrir margt löngu þegar tölvur voru að ryðja sér til rúms sem apparöt hvað
talið var að myndu í framtíðinni spara nær alla starfsmenn á nær öllum
skrifstofum út um allt, var viðkvæðið yfirleitt á eina
Nýverið bar
þetta skondna bréf frá Íbúðarlánasjóði fyrir augu mín, en eins og sjá má er þar
hótað kostnaðarsömum aðgerðum ef ekki eru greidd upp vanskil upp á hvorki meiri
en
Og nú spyr ég eins og hver annar auli: hvernig borgar maður núllkall?
Kannski með ávísun?
Tölvur
Tölvur
Tölvur
Tölvur
Það er
mannlegt að
17.05.2011 04:40
Á Græna Hattinn


13.05.2011 06:44
Minningargrein um Osama
709. Sverrir Stormsker er sjálfum sér líkur á blokki sínu, en hann ritaði þar minningargrein um Osama bin Ladin. Í sjálfu sér kemur þar ekkert á óvart, en það er samt allaf jafn erfitt að slíta sig frá orðaleikjum og neðanbeltishúmor Sverris hvort sem manni líkar það sem fyrir augu ber eða ekki. Til að gefa svolítitla innsýn í málið eru sýnishornin hér að neðan ættuð af umræddri síðu.
"Ástkær eiginmaður okkar, faðir, bróðir, sonur, bróðursonur, mágur og kviðmágur, Osama bin Laden andaðist á heimili sínu árla morguns mánudaginn 2. maí. Dánarorsökin var blýeitrun."
"Af hverju hann af öllum
góðum mönnum? Why?! Hvar er réttlætið? Hvert er eiginlega þessi heimur að fara?
Ertu þá farinn? Ertu þá farinn frá mér? Hvar ertu núna? Hvert liggur mín leið?
Hvert er stærsta stöðuvatn Ástralíu? Afhverju er himininn blár? Hvað er
klukkan?
Mörgum spurningum er ósvarað í þessum heimi."
"Óvinir hans sprungu yfirleitt úr einhverju öðru en hlátri."
"Ýmsum þótti hann ganga full langt í að sannfæra heimsbyggðina um að Bandaríkin væru heimsveldi hins illa. Þar þurfti engra sannana við. Víetnamstríðið eitt og sér ætti að nægja sem vitnisburður - svo ekki sé minnst á Britney Spears og Justin Bieber."
"Síðustu æviárin bjó hann á sambýli í Abbottaverybad í Pakistan en lengst af bjó hann í afar huggulegum og snyrtilegum leðurblökuhelli í Tora Bora í Líkkistan."
"Á borðum hafði hann súpuskálar úr hauskúpum bandarískra fréttamanna og í frystikistunni geymdi hann restina af þeim. Hann átti sem sé hug og hjörtu margra Bandaríkjamanna. Hann grobbaði sig aldrei af þessu og fór reyndar með þetta eins og mannsmorð."
"Osama bin Latte, eins og hann gjarnan var kallaður, lætur eftir sig 72 eiginkonur, 358 börn, 890 barnabörn og mikið og gott vopnasafn."
"Útförin hefur farið fram í kyrrþey
en þeir sem vilja minnast hins látna er vinsamlegast bent á hryðjuverkasamtökin
al-Qaeda og íslenska bankakerfið."
"Blessuð sé minning hans. Friður guðs hann blessi og allt það. Rest in pieces."
Og alla minningargreinina er
svo að finna á http://stormsker.blog.is/blog/stormsker/
10.05.2011 21:52
Hvað varð um Noreg?
