01.10.2013 06:43
Videóheimar loka
887. Og enn fækkar í videóbransanum. Í ársbyrjun lokaði hin gamalgróna myndbandaleiga Grensásvideó, og nú er komin röðin að Videóheimum sem Siglfirðingurinn Árdís Þórðardóttir (Dísa Þórðar í Hrímnir) hefur rekið með miklum myndarbrag í á þriðja áratug.
Breytt neysluhegðun hefur þrengt mjög að myndbandaleigunum á síðustu árum og þeim hefur þess vegna fækkað jafnt og þétt. Það er af sem áður var að þær voru næstum því jafn óteljandi og Breiðafjarðareyjarnar, vötnin á Arnarvatnsheiðinni eða hólarnir í Vatnsdalnum. Sú var tíðin að hvorki fleiri né færri en fimm aðilar leigðu út VHS spólur á Siglufirði á sama tíma svo nærtækt dæmi sé tekið og Bónusvideóleigurnar voru um eða yfir 30 talsins, þó sá sem þetta skrifar harmi endalok þeirrar keðju ekki svo mjög, frómt frá sagt.
Ég hitti Dísu á dögunum sem sagði mér að hafin væri rýmingarsala á myndefni leigunnar og hún gengi vonum framar. Um helmingurinn af lagernum væri þegar seldur og hún stefndi á að selja megnið af honum áður en hún skellti endanlega í lás.
Það er ekki laust við að maður spyrji sig hver loki næst.
21.09.2013 12:59
Sexý einkanúmer
886. Fyrir fáeinum dögum átti ég leið um bílastæði í austurbæ Reykjavíkur og rakst þá á þetta stórskemmtilega einkanúmer. Ég sem varð auðvitað að bæta því í safnið, dró upp myndavélina og festi þennan splunkunýja grip í flögu með það sama. En fyrir þá sem ekki vita, er ég haldin söfnunaráráttu af fremur fágætu tagi, en hún gengur út á að safna skemmtilegum einkanúmerum í stafrænu formi.
Sjá http://leor.123.is/blog/2013/06/24/666571/
Síðan hélt ég mína leið, en var þó ekki kominn langt þegar ég sá hvar bíleigandinn nálgaðist ökutæki sitt. Ég fylgdist með og hugsaði með mér að það sem fyrir augu bar, gæti nú varla verið tilfellið, en það var nú samt akkúrat þannig.
Eigandinn reyndist vera virðuleg eldri kona með silfurgrátt
hár, líklega heldur nær áttræðu en sjötugu. Hún gekk við einhvers konar
hjálpartæki sem mér sýndist vera eins og sambland af staf og lítilli göngugrind,
en það skal þó tekið fram að þegar þarna var komið sögu var fjarlægðin all nokkur
og því erftitt af henda reiður á smáatriðin. Hún átti greinilega í svolitlum
erfiðleikum með að komast upp í bílinn, en það hafðist samt allt á endanum. Sú
gamla var nú sest undir stýri og brenndi af stað með talsverðum tilþrifum. Ég
hafði orð á því við nærstaddan kunningja
En miðað við bílinn og númerið sem á honum var, hélt ég í einfeldni minni að eigandinn hlyti að líta einhvern vegin allt, allt öðruvísi út. Ég verð bara að segja það.
15.09.2013 00:21
Lögguhasar í Mjóddinni
05.09.2013 20:16
Hvað heitir fuglinn?
29.08.2013 19:08
Bíllinn hans Gylfa
24.08.2013 20:18
Frítt í strætó á Menningarnótt
20.08.2013 01:48
Elli Magg
881. Rakst á þessa gömlu mynd á netinu og sé ekki betur en að hún sé tekin ofarlega í Þormóðsbrekkunni, en húsakosturinn þarna hefur greinilega breyst alveg ótrúlega mikið síðan myndin var tekin. Maðurinn á myndinni er Elli Magg (Eldjárn Magnússon) pylsugerðarmaður með meiru, sem ég man eftir að hafi búið á Hávegi 3 eða 5 áður en hann flutti úr bænum einhvern tíma um miðjan sjöunda áratuginn. Myndin gæti samkvæmt öllu verið tekin um eða upp úr 1960.
Stelpan til hægri gæti verið Steinunn Margrét Eldjárnsdóttir, en strákurinn til vinstri heitir Hörður Þorsteinsson (fæddur 1953) og býr núna á Selfossi. Ég man ekki eftir honum og veit ekki hvaða tengingu hann hefur við Siglufjörð, en þó er nokkuð víst að einhver hafi hún verið.
Kannski getur einhver skotið inn fróðleiksmola.
14.08.2013 08:25
Kornungir gítarsnillingar
880. Þeir sem eiga það til að kíkja inn á youtube vefinn, vita að þar er auðveldlega hægt að ílengjast og það jafnvel svo um munar. Ég sá litla frétt á mbl.is í vikunni og í framhaldinu festist ég auðvitað í alllangan tíma á umræddum stað, en það er nú önnur saga. Tilefnið var sem sagt fréttin um frönsku stúlkuna, gítarsnillinginn sem er þó ekki nema 14 ára. Hún birti nýverið myndband af sér, þar sem hún situr með rafmagnsgítar og flytur, eða réttara sagt tætir það sem hún kallar verk til heiðurs Vivaldi. Flutningurinn er sannarlega ótrúlegur, en hann hefst á kunnuglegu stefi úr Sumri árstíðanna fjögurra, er í bráðskemmtilegum þungarokksstíl og fer þessu rammklassíska verki hreint alls ekki sem verst. Slóðin að snilldinni er http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=DIGfO2Dgc9Y
Stúlkan, sem kallar sig Tina S á youtube, er ýmsum netverjum kunnug, því hátt í 6,7 milljónir hafa hlýtt á flutning hennar af Eruption eftir Van Halen.
Og á youtube leiðir oftast eitt af öðru og hlustandinn er gjarnan leiddur áfram á svipaðri braut. Eftir eitt myndbandið er boðið upp á næsta og næsta o.s.frv. Það gerðist einmitt í minu tilfelli að þessu sinni, því upp poppaði annað myndband þar sem um var að ræða 8 ára breska stelpu, en mbl.is mun einnig hafa fjallað um hana nýverið. Sú sló einnig í gegn með snilldarlegum gítarleik sínum, heitir Zoe Thomson og býr í bænum Thatcham. Hér má sjá hana leika lagið Stratosphere með finnsku þungarokkssveitinni Stratovarius en gítarhlutverkið í því lagi þykir síður en svo vera fyrir neina byrjendur.
Á mbl.is segir að Zoe litla Thomson er ekki óvön sviðsljósinu, því fyrir ári vakti hún mikla athygli með barnasveitinni The Mini Band. Sveitin varð vinsæl fyrir að flytja lagið Enter Sandman með Metallica, en meðlimir The Mini Band eru aðeins 8-10 ára.